Gripla - 01.01.2001, Page 136
134
GRIPLA
dersen Kvist úti á Friðriksbergi 15. júní 1742, þá léði Jón bróður sínum fyrir
nýrri hárkollu og gaf honum eina pakkkistu Ama Magnússonar, rautt slag og
reiðfrakka áður en hann reisti alfarið niður til Helsingjaeyrar með konu og
bam áleiðis til Islands að taka við sýslumannsembætti í ísafjarðarsýslu. Annað
veifið veðsetti Jón kaleik sinn og silfurbikara tvo frá Melstað í hjástoðarhúsi
og galt nauðarrentu fyrir áður en útleysti.
Sumum kunningum sínum gaf Jón bækur; Gunnari Pálssyni gaf hann ævi-
sögu Róberts þess enska, bruggarakarlinum Sören Hanssyni gaf hann sálma-
bók ásamt Nýja testamentinu og enska parrukmakaranum sínum gaf hann í
kveðjuskyni dyggðaspegil sveina. I ágúst 1740 gekk Jón tvívegis útá land; hið
fyrra sinn einn og var um nótt í Rugstædskro, fór daginn eftir til Friðriksborg-
ar og hlýddi predikun í kirkju kóngsins. Nokkmm dögum síðar gekk hann
með magister Jóni Ámasyni til Gentoft, gistu þeir að djáknanum þar, hlýddu
messu og héldu þá til Lyngby þar sem magisterinn gisti að djáknanum mr. Sæ-
by en Jón Ólafsson keyrði í vagni heim til Kaupmannahafnar.
Jón sýndi konungsfjölskyldunni tilhlýðilega virðingu; þeir bræður fylgdu
Karli prins til grafar í Hróarskeldu 28. júlí 1729, skoðuðu kirkjur og hallir í
staðnum og þegar þeir fóru frá Hróarskeldu fylgdist Judithe með þeim um
nóttina; hver hún var veit enginn. I júní 1731 fóm þeir bræður ásamt fleiri
stúdentum til Friðriksborgar á krýningarhátíð konungs, bar þeim þá margt nýtt
fyrir augu; stóðu þar herrar með slíku stássi að Jón átti ekki orð yfir, komu aft-
ur til Hafnar snemma morguns eftir hátíðina.24 Jón heillaðist af illuminationum
eða skrautlýsingum á heiðursdögum kóngafólksins, horfði á varðliða kóngsins
munstra sig og fylgdi íslenskum stúdentum til grafar.25 Hinn 28. apríl 1772
horfði Jón áfjáður með öðrum borgarbúum á aftöku landráðamannanna
Brandt og Stmense greifa sem sakaðir vom um samsæri gegn ríkinu. Stmense
hafði verið fangaður og settur í Citadellet í Fredrikshavn 17. janúar 1772. í
fyrirferðarmiklum uppskriftum Jóns á fréttum Kaupmannahafnarblaðanna
skipa Struensemálin stóran sess. Jón tók einarða afstöðu með sínum kóngi
gegn Stmenses steypingartíð sem hann nefnir svo og kvað um frillu hans,
Matthildi Karólínu drottningu, sem send var í útlegð: „Karólína keyrð var
burt/ í köldum landnyrðingi/ farin var þá frúarkurt/ með friðils amorþingi."26
Þegar Jón kom aftur til Kaupmannahafnar frá íslandi haustið 1751 fékk
hann inni hjá skraddarahjónum í Vognmagergade. Húsfreyjan var bakaradóttir
24 Nks. 251 8vo.
25 AM 273 8vo.
AM 997 4to m, bl. 58r.
26