Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 137
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
135
frá Málmey, hét Elen, hafði áður átt kaupmann og misst allt sitt góss í Kaup-
mannahafnarbrunanum 1728. Nú átti hún þýskan skraddara, Johann Ludwig
Monsilius, sem var fæddur í Mirau, smábæ í Meklenborgaramti.27 Jón fylgdi
þeim með dót sitt þegar þau fluttu í Landemærket, síðar á Ulfeldtsplads, þá í
Lille hellig geistes stræde, enn síðar í Lövstræde og síðast í Mahler Steens hús
í Springgade. Þar var Jón hjá skraddarhjónunum uns þau létust hvort á eftir
öðru 1770. Þá varð vertinna Jóns, jafnaldra hans, hermannsekkjan Anne
Knabe og hennar góða dóttir, jómfrú Katarine Elisabet sem var á sama reki og
Ragnhildur sjálfs hans dóttir. Með þeim var hann um tíma „pá Mynten ved
siden af Skræder kroen“ en þau fluttu haustið 1772 í Vognmagergade „til Böd-
kemes Oldermand boende i det forgyldte Lamb, num. 165.“ A seinustu árum
Jóns var einnig til húsa þar íslenski timburmaðurinn gamli, Jón Jónsson, sem
siglt hafði langvegu á dönskum skipum. Þar var og landmælingamaðurinn
Sören Ivertsen, hann fór um á sumrin og mældi Danmerkurríki en á meðan
höfðust aðrir við í herbergjum hans. Um Sören skrifaði Jón að hann hefði
varla fundið fyrir hans líka og orti um hann hlýlegt kvæði í fjómm erindum er
svo hefst og lýkur:28
Monsieur Sören Ivertsen Landmaaler
Mine Önsker tænker Jeg vel taaler
at gud ham styrke i Regn og Törke
Lys og mörke, om vilde orker
mod alt det griimt som skraaler.
Hjemkommen da han er selv til stæde
hand med venner29 fange kunde
og sig fryde, venskab nyde
ondt af bryde og dyder yde.
Jeg saaledes beder.
Eftir því sem næst verður komist var Jón Ólafsson í Vognmagergade fram á
hinsta dag.
27
28
29
Að hjónunum látnum gerði Jón ágrip lífssögu þeirra, er í AM 997 4to III, bl. 175 o. áfr.
AM 997 4to m, bl. 427.
Á undan þessu orði stendur gnde en virðist yfirstrikað.