Gripla - 01.01.2001, Síða 138
136
GRIPLA
í Kaupmannahöfn á tíð Jóns var upplýsing og fjörug verslun sem teygði
sig í þríhyming urn veraldarhöfin. Skip létu úr höfn með púður, byssur og
brennivín sem var skipt fyrir lifandi menn. Kaupförin komu aftur úr austri
með sykur til Hafnar. Þar vom framfarir og iðnaðarmönnum af ýmsum þjóð-
emum fór sífjölgandi, þeir voru um það bil átta þúsund árið 1770: Bakarar,
rakarar, bókbindarar, brennivínsbrennarar, brúleggjarar, bruggarar, drejarar,
feldbereiðarar, ferjumenn, garvarar, glermeistarar, kleinsmiðir, gullsmiðir,
hattamakarar, hjólmenn, könnusteyparar, luktmakarar, múrmeistarar, myllarar,
steinhöggvarar, skóarar, stólasmiðir, skipparar, sverðfágarar og skraddarar.
Fomfræðingurinn Jón Olafsson naut iðna þessara manna, heyrði smiðshögg
þeirra, hróp og gleðilæti á knæpum, en var sjálfur skrifari, settur undir vald-
sprota kóngsmanna við naumt útilátin laun og leyfði sér lítinn munað annan en
skrifa og drekka við skorinn pappír og skammtað ljós. Látum Jón mæla:
Eg þenkti í haust eð var (1763) circa 6. nóv. þá minn vert lét setja mig
í arrest að Ráðstofuna að það mundi ei og skyldi ei ske árið eftir af
minni tilstofnan að skenna aftur sökum ljósleysis og líða ofan í kaupið
að sakleysi högg fyrir það að eg kvartaði um það sem mig vantaði og
mig vanhagaði um sem var kertaljósið. Enginn hefur þakkað mér þó eg
hafi oft anvent oftsinnis til ljóss og pappírs því litlu sem mér hefur ver-
ið sent frá Islandi og eg mátt þó fullu borga. Þó var orsökin önnur áður
fallin atyrði til mín. Eg hirði ei að reyna til oftar að tala eftir mínum
rétti. Eg hefi nú reynt að það orkar ei annars en að gjöra mig odiosum
[leiðan] og er orsökinni alltíð snúið uppá mig, nefnilega að því valdi
mín eigin drykkjuskapar liderlegheiti. En hvar á eg að taka þá peninga
sem eg drekk fyrir?30
4. Um fréttaskrif Jóns Ólafssonar
í Ámasafni eru varðveittar uppskriftir sem Jón gerði á árunum 1730-1742 og
1752-1779 upp úr helstu fréttablöðum sem þá voru útgefin á dönsku og þýsku
í Kaupmannahöfn.31 Efnið þýddi hann í fyrstu mest á íslensku en þegar frá leið
30 AM 990 4to, bl. 86r.
31 1 AM 995 4to eru uppskriftir Jóns með fréttum úr Kaupmannahafnarblöðunum frá árunum
1730-1742 innan um tíðindi sem Jón fékk frá Islandi. I AM 994 4to eru fréttaseðlar Jóns yfir
árin 1757, 1758, 1759, 1760, 1761, 1762, 1763, 1764 og 1772, 1773, 1774, 1777 og 1778.