Gripla - 01.01.2001, Page 139
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
137
Opna úr uppskríft Jóns Ólafssonar úr fréttablöðum 13.janúar 1766. A vinstri síðu eru útdrættir úr
dönsku blöðunum en undir lárétta strikinu hefjast uppskriftir úrþýsku blöðunum meðfrásögn um
uppfósturs skólann í Pétursborg og konsta akademíið og stofnunfyrir 200 stúlkur og skrifar Jón
uppltaf lofkvæðis á þýsku um Elisabetu Petrownu keisaraynju scm hér átti hlut að máli. Ágripsorð
á blaðjöðrum beggja vegna. AM 99714to, bl. 399v-400r. Ljósmynd: Jólianna Ólafsdóttir.
þýddi hann aðallega útdrætti sem hann ætlaði að senda heim til íslands. Blaða-
uppskriftir Jóns eru í þremur bindum á um það bil fjögur þúsund þéttskrifuð-
um blaðsíðum og var megintilgangur hans með skrifunum sá að senda blað-
fréttir á seðlum til íslands og fá í staðinn tíðindi þaðan. Sjá má að stundum
þótti honum sem landar sínir launuðu í litlu og honum hraus því hugur við
þessari iðju sinni, hélt sig hafa annað þarfara að starfa, en hélt þó áfram til
æviloka að nýta sumartímann til fréttaskrifa.32 Hann skráði ffegnir uppúr dönsk-
um, þýskum, enskum og frönskum blöðum, en einna mest þó úr Kgl. allene
privilegerede Kipbenhavns Adresse-Contoirs Efterretninger; gerði fjölmargar
uppástungur um nafngiftir þess blaðs á íslensku eins og þessar: tilkynningar
stofu eftirsjónir, fregnstofuvísni, fregnstofu fjölvísni, fjölgæinsfréttir, fjölsæis-
fréttir, fregnklefafréttir, fregnklefaávísanir, fjölfregnuður, gáklefa fjölvitni,
Fréttaseðlar í þessu handriti eru fleiri en einn við hvert ár, á suraa skrifar Jón að þessum seðli
haldi hann sjálfur eftir. Fréttauppskriftir hans yfir árin 1762-1779 eru í AM 997 4to I—III og úr
þeira uppskriftum gerði Jón fréttaseðla slíka sem eru í AM 994 4to og hann ýmist sendi til
valinkunnra manna á íslandi eða léði öðrum kunningjum í Höfn til þess að skrifa eftir (sbr. Jón
Helgason. Jón Ólafsson frá Grunnavík, bls. 327-329).
AM997 4to I, bl. 53 lr.
32