Gripla - 01.01.2001, Side 140
138
GRIPLA
fjölfregnasumbl, fjölfregna kastabingur, fjölflimtur, fleygifrýningar, fjölflimt-
urspati, fjölmálabuldursklefafréttir.33
Skrifum uppúr blöðunum hagaði Jón yfirleitt þannig að fyrst ritaði hann
í löngu máli inntak tíðinda og tók stundum upp heilar greinar, setti hvarvetna
efnisinntak í fáum orðum á spássíur og gerði vandað registur fyrir hvert ár.34
Að svo búnu samdi hann útdrætti eða ársfréttir eftir uppskriftum sínum og
miðaði hvert ársyfirlit við tímann frá því að vorskipin fóru til Islands í júní
eða júlí og til jafnlengdar næsta ár. Arsfréttunum raðaði Jón þannig niður að
fyrst fóru tíðindi varðandi Danmörk, því næst pistlar áhrærandi ísland og þar
á eftir koma utanlandsfregnir sem yfirleitt eru fyrirferðarmestar. A blað-
jöðrum lét Jón eigin skoðanir óhikað í ljós á mönnum og málefnum, ýmist í
lausu máli, orðskviðum eða í bundnu máli og er ekki laust við að víða gæti
tortryggni hans í garð projektmakara eða framfarabrölts á kóngs vegum á Is-
landi. Fyrir sér hafði hann spádómsorð húsbónda síns og meistara, Áma
Magnússonar, en Jón minntist þess að upp úr honum datt: „hver veit nema
ísland verði einhvemtíma selt eða pantsett engelskum."35 Lrklega hefir Jóni
verið hugsað til þessara orða þegar hann heyrði að konungi hafi komið í hug
að selja ísland, á miða milli frétta ársins 1767 reiknar Jón verð fósturjarðar
sinnar í ríkisdölum og skrifar að lokum: „So allt (verð) Islands verður þá
70000, vantar þá 30000 uppá eina milljón, er mér sýnist Island mega kosta
að minnsta leyti.“36 Innímilli og utanmáls við heimsfréttir koma víða fyrir
minnisgreinar Jóns með tíðindum af íslenskum mönnum og málefnum —
hann hripaði niður hvenær skip sigldu, heimilisföng kunningja sinna, utan-
ferðir íslendinga, embættaveitingar og mannalát — neðst á eina síðu ritar
hann að með fyrstu skipkomu af Islandi 14. ágúst árið 1773 sagði Stefán
Bjömsson „andlát þeirra sýslumannanna Erlendar bróður míns og sýslumanns
Bjama Halldórssonar á Þingeymm. Mors regnat ubiqve" — allstaðar ríkir
dauðinn.37
33 AM 997 4to III, bl. 224-225. — Kgl. allene privilegerede Kipbenhavns Adresse-Contoirs
Efterretninger var útgefið á tímabilinu 1759-1830. Sjaldnast nafngreindi Jón blöðin sem hann
skrifaði eftir en helstu dönsku blöðin þá voru auk þess ofannefnda Kipbenhavns Post-Rytter,
som medf0rer Post-Tidenderne (útg. 1730-1783) og Kipbenliavnske Danske Post-Tidender
(útg. frá 1750 og framhaldið með breyttum titli allar götur síðan). Um tímarit og blöð útgefin
I Kaupmannahöfn á dönsku, þýsku, ensku og frönsku á fyrri tíð, sjá Bibliotheca Danica IV.
Udg. ved Chr. V. Bruun. Kh. 1902, 596-648.
34 Vísur um þessa iðju sína gerði Jón margar, þula nokkur er t.d. í AM 997 4to I, bl. 119r.
35 AM 997 4to I, bl. 8.
36 AM 997 4to I, bl. 552r.
37 AM 997 4to III, bl. 266v.