Gripla - 01.01.2001, Side 143
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
141
Eftir fréttariturum í borgum utanlands skrifaði Jón reiðinnar býsn: frá Liv-
omo, París, Berlín, Napólí, Pétursborg, Amsterdam, Prag, London, Briissel,
Smima, Madrid, Lissabon, Alexandriu, Konstantínópel. Hann skrifaði niður
hemað Prússa, Tyrkja, Svía, Englendinga og Hollendinga og stríð indíána
gegn Evrópumönnum í Ameríku. Ótrauður skrifaði Jón eftir blöðunum um
dýrtíð, vatnsflóð, skógarelda, jarðskjálfta, skmggur, halastjömur og hagl, sóttir
í mönnum og kvikfé, um lausgangandi úlfa í Frakklandi, um skiparán Tyrkja,
langlífa einstaklinga, sjávarundur og sólbletti og um kraftaverk einsog fjór-
burafæðingar. Hann skrifar um uppgötvanir einsog þegar sá lærði Bartsch í
Berlín fann pólíhæð 1762 eða þegar maður nokkur kenndi frönskum að sía og
hreinsa vatnið úr Signu en áður hafði það verið óhollt og óbrúkandi, eða þegar
enskur sjókapteinn fann upp maskínu sem gat látið skipspumpumar ganga
hversu hægur vindur sem var eða þegar fransmaður einn fann upp einslags
fjölskrifara sem ein persóna gat notað til að láta verða til þrjár afskriftir undir
eins. Hann skráði tölur um mannfjölda í höfuðborgum Evrópu, skýrslur um
lífskjör almúga og fregnir um höfðingjaskipti og óróa milli eðalmanna og
borgara sem víða var í löndum á hans tíð, til að mynda í Póllandi, Austurríki
og á Frakklandi — þar hillti undir stjómarbyltingu.
Um og uppúr 1760 voru þrætur í Póllandi og misklíð um konungsval og
mikið um það skrifað í Kaupmannahafnarblöðin. í Póllandi var til konungs
tekinn árið 1764 Stanislaus Augustus og á valríkisdegi í Varsjá það ár hélt
hans hágöfgi ríkisgreifi herra Herman Carl von Kayserling, hennar rússísku
keisaralegu hágöfgi fullmektugur ráðherra, ræðu sem Jón þýddi, vísast orð-
rétta, á íslensku á ríflega fjórum síðum. Frá eigin brjósti á spássíu jafnar Jón
orðum ræðumanns saman við fomsögu Danakonunga: „Þetta greinir hverja
hluti kóngur skuli hafa til að bera, og er nokkuð líkt því sem í Knytlinga sögu
greinir, þá Knútur var fyrsti en Haraldur hein varð þó kóngur með vélum vina
hans.“45 Nokkru síðar þýðir Jón upphaf ræðu sem sendimaður páfa hélt undir
berum himni í Varsjá 3. september 1764 til stéttarmanna ríkisins.46 Og Jón
skrifaði um gleðskap vegna brúðkaups kóngsdótturinnar á Spáni í nóvember
1765, þá var almenn skrautsýning og uxabardagi og „toumerspil“ — þar
riðu 40 officerar, allir klæddir í ungariska dragt, og höfðu öll sín vopn
á sér, riðu á mjög so fallegum Andalúsískum hestum, þeir voru að-
greindir í 4 hópa, er hver hafði sín sérleg bönd. Þeir riðu hver eftir öðr-
45 AM 997 4to I, bl. 167-169v.
AM 997 4to I, bl. 170v-171r.
46