Gripla - 01.01.2001, Page 147
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
145
í sama streng og Hálfdan tekur Jón Benediktsson sýslumaður í Rauðaskriðu í
bréfi til nafna síns Olafssonar sama haust:
Eg er viss um ef út gæfir þitt Lexicon Antiqvitatum [alfræðirit um fom-
fræði], að undangenginni vitra manna revision [yfirsýn], mundi það
sem summé necessarium et incomparabile opus Historio-graphorum
applausu [samantekt nauðsynlegs og óviðjafnanlegs sögurits fagnandi]
meðtekið verða. Eru ei vorar Antiqvitates [fomrit] í raun og sannleika
álitnar fundamentum historiæ septentrionalis [undirstaða sögu Norður-
álfu]? Eða hvað duga þeirra historiæ fyrir utan vorra gmndvöll og upp-
lýsing meir en sem nyt fyrir utan kjama? Kynni áður skrifað í verk að
komast væri ei alleina þitt nafn í veneration [heiðri] í minni eftirkom-
endanna, heldur væri þeir þér skyldugir stærsta þakklæti að þann veg
hefðir fyrir þá ísinn brotið, hvar til eg hygg þig eiga að eyða þínum líf-
stundum í Höfn.57
Orð þeirra Hálfdanar og Jóns sýna að Jón Ólafsson úr Grunnavík var í metum
meðal lærðra embættismanna á íslandi þegar líða tók á 18. öld. Þeir tóku mark
á skrifum hans og þegar bréf Jóns til íslenskra lærdómsmanna eru athuguð
kemur í ljós að þeir héldu ýmsu til haga fyrir hans orð sem betra er að hafa en
missa.58 Jón Ólafsson var lágt settur, fróðleiksfús efasemdarmaður sem í
veigameiri skrifum sínum lagði sig fram um að upplýsa og kveða niður hégilj-
ur. Hann lét eftir sig hauga hálfkaraðra verka og kastaði engu skrifi sem hann
hélt að um mætti bæta. Öll rit hans, stór og smá, varðveita dýrmæta vitneskju
um málfar, hugarfar og þekkingu 18. aldar íslensks lærdómsmanns sem dvaldi
lungann úr ævi sinni við fomfræðistörf í Kaupmannahöfn en allt eins með
hugann við tíðindi sem urðu í veröldinni á hans dögum.
57 AM 995 4to I, bl. 205v. — Lexicon Antiqvitatum eða alfræðirit um norræna fomfræði hafði
Jón í hyggju að taka saman. Raunar eru margar greinar í safni hans til íslensk-latneskrar orða-
bókar vísir að því riti enda notaðar sem slíkar í fræðiritum nútímamanna. Sbr. Guðrún Ása
Grímsdóttir. „Um Jón Ólafsson úr Grunnavík." Hræringur úr ritum Grunnavíkur-Jóns. Rvk.
1994, bls. 16-18; Jón Ólafsson úr Grunnavík. „Um vopn fomaldarmanna." Árbók Hins ís-
lenzkafornleifafélags 1994. Rvk. 1995, bls. 5-16.
58 Sbr. „Úrval bréfaskrifta Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. “ Guðrún Ása Grímsdóttir bjó til prent-
unar. Vitjun sína vakta ber. Ritstj. Guðrún Ingólfsdóttir • Svavar Sigmundsson. Rvk. 1999. Bls.
104-105.