Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 153
HVAÐ Á BOLINN AÐ HEITA?
151
fjölda nafna en aðrar upplýsingar eru af skomum skammti, einungis númer
nautanna (en af þeim má ráða fæðingarár þeirra) og úr hvaða landsfjórðungi
þau eru.
Þriðja heimildin er svo Nautaskýrsla frá kynbótastöðinni í Laugardælum í
Flóa sem kom út 1966. Þar er fjallað nokkuð ítarlega um öll naut stöðvarinnar.
Hverju nauti er lýst rækilega og oftast fylgir ljósmynd af því, getið er um eig-
anda og heimkynni auk þess sem ættir nautanna em raktar í þrjá liði og greint
frá nöfnunt og heimkynnum forfeðra og -mæðra.
Loks ber að geta þess að fáein nöfn í safninu em fengin úr kúabókum frá
einstökum bæjum í Ámessýslu.
Aðalheimildimar þrjár skarast allar að einhverju leyti, þ.e. sömu nautin
koma fyrir í þeim öllum. Þar eð hugmynd mín var m.a. sú að reyna að komast
að einhverju um tíðni einstakra nafna, leitaðist ég við að lesa saman númer
nautanna til að girða fyrir tvítalningu. Hætt er við að þar hafi mér sést yftr eitt-
hvað en þó skakkar varla miklu og tíðnitölumar ættu því að gefa skýrar vís-
bendingar um hvaða nöfn eru algengust.
12 Búfjárnafnafrædi
Framan af 20. öld var umfjöllun um búfjámöfn á Islandi einna helst að finna
í greinum Finns Jónssonar (1912, 1930). Finnur birtir bæði safn æmafna og
kýmafna og flokkar þau eftir því hvort þau tengjast útliti gripanna, uppruna
þeirra, eigendum, atburðum o.s.frv. Þá hefur Hákon Hamre (1939) gert ís-
lenskum hestanöfnum svipuð skil. Um sama leyti birtist allmikið efni um
norsk búfjámöfn, einkum geita- og kýmöfn (sjá m.a. Christiansen 1938, Fon-
num 1928, 1929a-b, 1931 og Midtbp 1931). Einnig vardálítið fjallað um fom
dýranöfn norræn á fyrri hluta aldarinnar (Finnur Jónsson 1919, Kahle 1903),
m.a. út frá hugsanlegum tengslum þeirra við heiðin goð. Þegar líða tekur á 20.
öld eflist aftur áhugi á íslenskum búfjámöfnum. Hale (1977) fjallar um safn ís-
lenskra kýmafna með svipuðum hætti og Finnur áður, Þórhallur Vilmundarson
(1996) gerir grein fyrir æmöfnum úr Berufirði og Jonsson (1970) og Hermann
Pálsson (1995) hafa skrifað um hestanöfn. Þá hefur Guðrún Kvaran (1999)
skrifað yfírlitsgrein um íslensk búfjámöfn að fomu og nýju, auk greinar um
litarheiti íslenskra hunda (Guðrún Kvaran 1989). Áhugi á búfjámöfnum
virðist einnig fara vaxandi meðal nafnfræðinga í Skandinavíu (sjá t.d. Kristinn
Jóhannesson, Karlsson & Ralph 1994), til marks um það er m.a. nýleg