Gripla - 01.01.2001, Page 154
152
GRIPLA
doktorsritgerð Katharinu Leibring (2000) um sænsk nautgripanöfn en það er
án efa ítarlegasta rit sem skrifað hefur verið um norræna búfjámafnafræði til
þessa.
Það sem framantaldir höfundar leggja megináherslu á er að grafast fyrir
um hvað ræður nafngiftum gripanna. Þeir ganga út frá því að nöfn búfjár hafi
með nokkrum hætti merkingu svipað og venjuleg nafnorð, þ.e. að þau vísi til
einhverra eiginleika, séu lýsandi. I þessu felst að ekki er hægt að velja tiltek-
inni skepnu hvaða nafn sem er, heldur ræðst nafnið að einhverju leyti af ein-
kennum eða eiginleikum skepnunnar. Þetta blasir auðvitað við oft og einatt,
það er augljóst að hymd ær getur naumast heitið Kolla og einlit kýr yrði aldrei
látin heita Skjalda. Þetta er þó e.t.v. ekki eins sjálfgefið og virðast kynni, t.a.m.
gildir þetta alls ekki um mannanöfn. Þegar bami er gefið nafn er ekkert því til
fyrirstöðu að velja hvaða nafn sem er úr þeim nafnaforða sem viðtekinn er í
málsamfélaginu og jafnvel er þar svigrúm fyrir einhverja nýsköpun. Fræðileg
umfjöllun um mannanöfn snýst enda alls ekki um tengsl milli nafns og nafn-
bera, heldur er þar nær eingöngu fjallað um nöfnin sjálf, uppruna þeirra og
formleg einkenni, og sögu og þróun nafnaforðans. Aftur á móti virðist hug-
myndin um náin tengsl nafns og þess sem það ber vera mestu ráðandi í ör-
nefnarannsóknum og má spyrja hvort ekki sé ástæða til hafa oftar í huga að ör-
nefni gætu í talsverðum mæli verið sótt í hefðbundinn nafnaforða, óháð stað-
háttum og sögu.
Eg er þeirrar skoðunar að þegar fjallað er um búfjámöfn megi ekki ein-
blína um of á hugsanleg tilefni nafngifta, án þess að líta á fleiri hliðar málsins.
Það er einnig ástæða til að spyrja hvaða nöfn em notuð og hvaðan þau koma.
Það er enda ekki alltaf auðvelt að sjá hverju búfjámöfn gætu tengst í fari
skepnanna og oft er það vonlítið nema til komi skýringar frá þeim sem nafnið
gaf.21 grein Finns Jónssonar (1912) um æmöfn nýtur hann þess að geta vitnað
í útskýringar bóndans sem kindumar átti á tilefni nafnanna. Þar sem slíkar
skýringar frá fyrstu hendi em ekki fáanlegar er oft ógerlegt að giska á hvemig
nafnið er hugsað og þá er fátt um bjargráð þegar reynt er að vinna úr jafn stóm
nafnasafni og hér er til umfjöllunar. Mér er heldur ekki grunlaust um að „út-
skýringar“ eins og þær sem Finnur Jónsson fékk hjá Stefáni fjárbónda í
Möðrudal á Fjöllum geti verið tvíbentar, það er eins víst að sumar þeirra séu
Þessu til sannindamerkis nægir að minna á lokaerindið í kvæði sr. Jóns á Bægisá um Vakra-
Skjóna: „Lukkan ef mig lætur hljóta/ líkan hönum fararskjóta/ sem mig ber um torg og tún/
Vakri-Skjóni skal hann heita,/ hönum mun eg nafnið veita/ þó að meri það sé brún“ (Jón
Þorláksson 1976:134).
2