Gripla - 01.01.2001, Síða 155
HVAÐ Á BOLINN AÐ HEITA?
153
skýringartilgátur, tilkomnar eftir á, en ekki raunverulegar ástæður nafngifta. í
umfjöllun Finns um kýmöfn (1930) verður hann að láta sér nægja upplýsingar
úr skýrslum búnaðarfélaga. Þar verður hann líka að grípa til annars konar
flokkunar þegar líkleg tilefni nafngifta liggja ekki á lausu og flokka eftir því
hvort um er að ræða mannanöfn, goðafræðinöfn, fugla- eða plöntuheiti o.s.frv.
Oft er þó vandalítið að geta sér til um tilefni nafngiftar en þá er á það að
líta að nafngjafinn á enn margra kosta völ þótt hann hafi gert upp við sig
hvaða sérkenni skepnunnar hann hyggst draga fram með nafninu. Þótt hann
hafi ákveðið að kenna rauðan tudda við lit sinn getur hann valið milli fjölda
nafna, s.s. Rauður, Roði, Eldur, Funi, Dreyri og jafnvel Stalín. Hér er mikil-
vægt að átta sig á að merking nafna er dálítið annars eðlis en merking annarra
orða. Eiginnöfn, hvort sem þar er um að ræða ömefni, mannanöfn eða nauta,
hafa ekki sjálfstæða, almenna merkingu eins og venjuleg nafnorð, heldur er
merking þeirra háð tengslum við almennan orðaforða. Nafnið Hvítkollur þigg-
ur merkingu sína af lýsingarorðinu hvítur og nafnorðinu kollur, auk þess sem
það tengist lýsingarorðinu kollóttur. Það virðist því ekki fráleitt að segja að
nafnið merki beinlínis naut (eða aðra skepnu) með hvítt, kollótt höfuð. I öðru
lagi getur merking nafna legið í gegnum myndhverfingar eins og þegar nautið
með hvíta hausinn er nefnt Hjálmur eða Höttur. Loks má segja að í því felist
ákveðin almenn merking þegar skepnu er gefið nafn þekktrar persónu, hvort
sem hún er raunveruleg eða skálduð, t.d. Stalín, Grettir eða Leppalúði. Þegar
um er að ræða persónur með skýra og vel kunna eiginleika má segja að nafnið
fari með nokkrum hætti að merkja þessa eiginleika.3 Nöfn eins og Jón eða
Snati eru hins vegar lítt tengd almennum orðaforða og eru jafnframt of algeng
til að geta vakið hugrenningatengsl við þekkta einstaklinga og eiginleika
þeirra. Þau geta því varla talist hafa sérstaka merkingu aðra en þá að tákna til-
tekinn einstakling.
Ég hef tekið þann kost að flokka nautanöfnin á tvennan hátt. Annars vegar
hef ég reynt að átta mig á hugsanlegum tilefnum nafnanna, líkt og Finnur
Jónsson og fleiri hafa lagt megináherslu á. Hins vegar hef ég reynt að flokka
nöfnin sjálf, óháð því hvemig þau kunna að tengjast nautunum, ætt þeirra,
uppruna, útliti eða innræti. Þar miða ég einkum við það hver tengsl nafnanna
em við annan orðaforða málsins, hvort þau em samhljóða almennum nafnorð-
um eða lýsingarorðum og þá á hvaða merkingarsviði, hvort þau eru til sem
mannanöfn eða vætta, ömefni o.s.frv. Með þessu móti vil ég reyna að forðast
3
Þetta á að sjálfsögðu einnig við um mannanöfn, dómar fólks um fegurð þeirra ræðst ekki síst
af því hvort það þekkir einhvem sem ber viðkomandi nafn og hvemig því líkar við hann.