Gripla - 01.01.2001, Side 164
162
GRIPLA
unum sjálfum og þau flokkuð eftir því hvort þau eru kunn úr öðru samhengi.
Flokkunin er einkum byggð á tveimur atriðum. í fyrsta lagi er spurt hvort
nautanöfnin séu kunn sem mannanöfn eða viðumefni; í öðm lagi hvort nöfnin
séu samhljóða orðum, öðmm en nöfnum, sem til eru í málinu. Ef svo er, er
nærtækt að flokka eftir því hvort þar er um að ræða nafnorð eða lýsingarorð
og hvort algengt sé að þetta séu orð af tilteknum merkingarsviðum. Eins og
gefur að skilja hljóta þessi tvö sjónarmið að skarast verulega þar eð manna-
nöifi em iðulega tekin úr almennum orðaforða. Aðferðin hefur þó þann kost að
hér er að ýmsu leyti fastara land undir fótum en þegar reynt er að geta sér til
um tilefni nafngifta. Hér er tilefnið látið lönd og leið en reynt að átta sig á
nafnahefð og nafnaforða, líkt og þegar mannanöfn eru skoðuð. Spumingin er
m.ö.o.: Hvers konar nöfn hafa íslendingum þótt hæfa nautum og hvert er þeim
tamt að sækja nautum sínum nöfn?
3.1 Mannanöfn
Það þarf ekki að horfa lengi á nafnalistana sem þegar hafa verið tilfærðir til að
sjá að verulegur hluti nautanafnanna er alkunn mannanöfn. Hér á eftir verða
talin þau nautanöfn sem mér er kunnugt um að hafi verið notuð sem manna-
nöfn og eru mannanöfn þá skilin víðum skilningi og látin ná yfir nöfn á hvers
konar persónum, hvort sem um er að ræða raunverulegt fólk, sögupersónur
fomar og nýjar, drauga, tröll, dverga, goð eða aðrar vættir. Við þessa saman-
tekt var stuðst við bók Guðrúnar Kvaran og Sigurðar Jónssonar (1991), tiltæk-
ar nafnaskrár fomrita, einkum íslendingasagna (Brynjúlfur Sæmundsson o.fl.
1976; Guðni Jónsson 1953), Landnámu (útg. Jakobs Benediktssonar 1968),
Sturlungu (Ömólfur Thorsson 1988), Heimskringlu (Bergljót S. Kristjánsdótt-
ir o.fl. 1991), Eddukvæöa (Guðni Jónsson 1949) og Fornaldarsagna (útg.
Guðna Jónssonar 1946), og loks var leitað í Snorra-Eddu, einkum nafnaþul-
umar sem þar eru (Guðni Jónsson 1949; útg. Kock 1946), sem og yngri þulur
úr safni Ólafs Davíðssonar (Islenzkar gátur, skemmtanir vikivakar og þulur
1887-98).
Alexander Ágúst Ásaþór Bárður
Andri Ái Ásbrandur Beli
Amar Álfur Ási Bergur
Askur Án Baldur Birkir
Atli Ársæll Barði Bimir
Austri Ás Baugur Birtingur