Gripla - 01.01.2001, Page 167
HVAÐ Á BOLINN AÐ HEITA?
165
(Óðinsheiti, jötunn), Haki (sækonungur, berserkur), Leiknir (berserkur), Litur
(dvergur), 0/7 (dvergur), Rökk\’i (sækonungur), Tyrfingur (m.a. sverðsheiti).
Alls eru nöfnin í þessum flokki 291 talsins eða um helmingur nafnasafns-
ins. Af þeim eru aðeins 88 sem ég hef ekki fundið í fomritum en fæst þeirra
em algeng mannanöfn nú á tímum. U.þ.b. helmingur þessara 88 yngri nafna
hafa verið tekin upp sem mannanöfn á síðustu áratugum og em flest mjög fá-
tíð, t.d. Ás, Boöi, Bjarmi, Blær, Breki, Einir, Eldur, Fífill, Funi, Geisli, Godi,
Kópur, Ljúfur, Röðull, Sandur, Smyrill, Spakur, Sær, Víðir, Þyrnir (sbr. Guð-
rún Kvaran & Sigurður Jónsson 1991). Nokkur nafnanna eru nöfn á þekktum
persónum, ýmist úr (yngri) skáldskap eða veruleika, en ekki tíðkuð sem
mannanöfn á íslandi: Birtingur, Bör (væntanlega Börson), Dreki, Glókollur,
Gosi, Hrollur, Jóki, Kiljan, Leppalúði, Moli, Oliver, Repp, Skuggi, Snoddas,
Snúður, Sólon, Stalín, Svartipétur, Tinni, Trölli. Ur rómverskri goðafræði
koma Júpíter og Marz en biblíunöfn eru einungis fjögur: Jósep, Pétur, Saló-
mon og Sírak. Afgangurinn eru svo sæmilega algeng mannanöfn (Arnar,
Ágúst, Ársæll, Birkir, Bjartur, Hlynur, Ómar, Reynir, Smári) og gælunöfn eða
stuttnefni (Dúi, Keli, Kobbi, Laugi, Láki, Nikki, Olli).
Eins og fyrr sagði er um helmingur nautanafnanna til sern mannanöfn eða
vætta og þar njóta gömul norræn nöfn sérstakrar hylli. Eftir er þó að geta þess
að allmörg nafnanna koma fyrir sem viðumefni í fomsögum. Hér á eftir fer
listi yfir þau nautanöfn sem koma fyrir í viðumefnatali Finns Jónssonar
(1908). Meirihluti þessara nafna kemur einnig fyrir í mannanafnaskránni en
þau sem þar er ekki að finna eru hér merkt með stjömu (*).
Bakki* Dvergur* Gramur Hækill
Barki* Dýri Grani Hængur
Baugur Flekkur* Grettir Höður
Bátur* Flóki Gullberi* Hörður
Beli Forkur* Gusi Jarl
Bíldur Fomi Göltur* Jökull
Bjarki Foss* Hagi Kappi*
Blakkur* Fótur* Hegri* Karfi
Blesi* Fróði Hjalti Kaupi*
Bolli Frændi* Hjörtur Kálfur
Bóti* Galti Hólmur* Kjami*
Bratti* Gaur Hrani Klaufi
Brúsi Gauti Hringur Kollur
Bægifótur* Geisli Hrísi* Kópur
Dálkur Gellir Hrókur Krókur
Dreki Gerpir* Hryggur* Kveikur*
Dropi* Goði Hvítkollur* Kvistur*