Gripla - 01.01.2001, Page 173
HVAÐ Á BOLINN AÐ HEITA? 171
Aspar Hólar Lappi Rauðkollur*
Blesi* Hrísi* Laufi Setbergur
Brauti Húfur Litli-Brandur Skarðabætir
Bæsi Húsi Loftfari Stjami
Bætir Hvanni Lýsingur Tjami
Drafni Hvítkollur* Mela-Surtur Túni
Fjalli Klakabítur Melkollur Virkir
Freki* Kolbrandur Móri Ýri
Glæsir Kolfeldur Mýrbergur Æsir
Gráni Kolskjöldur Mýri* ÖWi
Hosi Krauni Randi Öngli
Segja má að yfirbragð þessara nafna sé nokkuð fomlegt, ekki síður en
þeirra í mannanafnaflokknum þótt hér sé ekki eins auðvelt að benda á dæmi úr
fomritum því til stuðnings. Þó má nefna nokkur atriði sem taka má til marks
um áhrif fomra fræða á þessi nöfn. Þar er fyrst til að taka að tvö nafnanna
koma fyrir sem dýranöfn í fomsögum, Freki er úlfur Oðins og Glæsir í Eyr-
byggju er eitt þeirra fáu nauta sem nafngreind em í íslendingasögum. Mýr-
bergur og Melkollur minna óneitanlega á fom mannanöfn af keltneskum toga
eins og Mýrkjartan, Melkólfur og Melkorka, og Kolbrandur, Kolfeldur og
Kolskjöldur sverja sig í ætt mannanafna með forliðinn Kol- sem eru alltíð í
fomsögum en em nú að mestu horfin nema tvö, Kolbeinn og Kolbrún. Loftfari
og Lýsingur eru reyndar þekktari sem hestanöfn; það fyrmefnda minnir jafn-
framt á goðafræðinöfn eins og Svaðilfari (hestur) og Mundilfari (faðir mán-
ans) en það síðamefnda er myndað á sama hátt og nöfn ýmissa nafntogaðra
sverða úr fomsögum (Tyifingur, Sköfnungur, Hvítingur, Níðinguij. Eitt sér-
kennilegasta nafnið í öllu safninu, Klakabítur, minnir sömuleiðis á fræg sverð
(Fótbítur, Kvernbítur, Leggbítur). Yri er merkilegt nafn og gæti verið gamalt.
Nærtækt er að tengja það fomyrðinu ýr í merkingunni ‘úruxi’ (sjá Ásgeir
Blöndal Magnússon 1989:1167). Hér er þó valt að treysta málsögulegum lær-
dómi, það sýna tvær upplagðar sögulegar skýringar sem gætu bent til þess að
nautanöfn varðveittu fomar orðmyndir: Það virðist iiggja beint við að nafnið
Bæsi tengist no. bás, sbr. so. bæsa ‘setja á bás’ og bæsingur ‘sá sem getinn er
eða fæddur í bás’ (Ásgeir Blöndal 1989:100). Sömuleiðis er freistandi að
tengja nafnið Krauni við fomdönsku krune ‘baula eða kumra’ og ensku crean
‘baula’ (Ásgeir Blöndal 1989:502). Þessar lærðu skýringar fara þó fyrir lítið
þegar það kemur í ljós að Bæsi er frá Bægisá og Krauni frá Kraunastöðum.