Gripla - 01.01.2001, Síða 174
172
GRIPLA
4. Nokkrar niðurstöður
4.1 Tíðni ogform
Eins og fram kom í upphafi nær þessi athugun til 1198 nauta sem heita 571
nafni og er hlutfallið milli nauta og nafna því u.þ.b. 2:1. Til samanburðar má
nefna að í kýmafnasafni Finns Jónssonar (1930) er samsvarandi hlutfall um
6:1. Þetta bendir til þess að nautanöfn séu fjölbreyttari en nöfn ýmissa annarra
húsdýra, fá nöfn eru verulega algeng og e.t.v. er meira um að mynduð séu ný
nautanöfn en t.a.m. kýrnöfn. Þar eð nöfnin eru samandregin af öllu landinu
ætti tíðni einstakra nafna í safninu að gefa nokkuð skýra mynd af því hvaða
nautanöfn hafa verið hefðbundin og almenn á þeim rúmlega þremur áratugum
sem um er að ræða (1951-1985). Hér á eftir eru talin upp þau nöfn sem komu
fyrir fimm sinnum eða oftar en um nánari upplýsingar um tíðni einstakra
nafna skal vísað í Viðauka þar sem er að finna skrá í stafrófsröð yfir öll nöfnin
ásamt tíðnitölum.
Brandur (33)“ Glæsir (9)
Máni (20) Huppur (9)
Rauður (18) Stjami (9)
Kolur (17) Bergur (8)
Skjöldur (17) Búi (8)
Grani (11) Flekkur (7)
Hjálmur (11) Gráni (7)
Surtur (11) Laufi (7)
Roði(10) Sómi (7)
Höttur (6) Gyllir (5)
Kollur (6) Gyrðir (5)
Kolskeggur (6) Hringur (5)
Krummi (6) Klaufi (5)
Víkingur (6) Númi (5)
Bjartur (5) Selur (5)
Blesi (5) Skuggi (5)
Freyr (5) Tígull (5)
Grettir (5)
Um form nafnanna almennt er það helst að segja að yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra er að formi til kk.-nafnorð, langflest tvíkvæð og enda á -ur, -ir eða
-i eins og algengast er um kk.-orð. Lítið er um samsett nöfn nema þau sem
kunn eru sem mannanöfn. Undantekningar eru Asrauður, Haga-Rauður, Litli-
Brandur, Mela-Surtur, Melkollur, Kolbrandur, Kolfeldur, Kolskjöldur, Mýr-
bergur, Setbergur og tvær sérkennilegar samsetningar, Klakabítur og Skarða-
bætir. Þrjú dæmi em um tvíliðuð nöfn, mynduð eins og mannanöfn, þ.e. „skímar-
nafn“ að viðbættu „kenninafni“: Brandur Búason, Rauður Hlíðar og Skjöldur
Reykdal. Það hversu samsett nöfn eru fátíð meðal nautanafnanna, greinir þau
mjög ákveðið frá norskum búfjámöfnum þar sem tvíliðuð nöfn eru miklu
11 Hér eru þeir taldir saman Brandur, Brandur Búason og Litli-Brandur, sama gildir um Rauð,
Ásrauð, Haga-Raud og Rauð Hlíðar, Skjöld og Skjöld Reykdal', Sttrt og Mela-Sttrt.