Gripla - 01.01.2001, Síða 175
HVAÐ Á BOLINN AÐ HEITA?
173
algengari og sömu liðimir koma fyrir í fjölda nafna, líkt og algengt er um
mannanöfn (sbr. t.d. Christiansen 1938). Norsku nafnasöfnin hafa reyndar nær
eingöngu að geyma kýr- og geitanöfn en séu þau borin saman við kýr- og
æmöfn í söfnum Finns Jónssonar (1912, 1930) kemur fram sams konar munur
á norskri og íslenskri nafnahefð.12 Islensk nöfn virðast í nánari tengslum við
almennan orðaforða, mikill hluti nafnanna er einnig til sem venjuleg nafnorð
og nokkur sem lýsingarorð. Þetta gerir það að verkum að merking íslenskra
nafna er almennt ljósari, þar virðist vera að verki gagnsæiskrafa svipuð þeirri
sem íslenska nýyrðastefnan nærist á. Stór hluti norsku nafnanna er hins vegar
einungis til sem nöfn, samsett úr algengum nafnliðum sem hafa að mestu
tapað sjálfstæðri merkingu.13
4.2 Hvað ræður nafngiftum?
Þegar litið er yfir flokkun nautanafnanna eftir tilefni er áberandi hversu stór
hluti nafnanna er dreginn af uppruna og ættemi. Nöfn af þessu tagi koma
reyndar fyrir í öðrum rannsóknum á búfjárnöfnum, bæði í hestanafnatali
Hamre (1938), ær- og kýmafnasöfnum Finns Jónssonar (1912, 1930) og í norsk-
um söfnum kýr- og geitanafna (Fonnum 1928, 1929a, 1929b, 1931; Midtbp
1931) en ekki í eins stórum stíl og hér. Ein skýringanna á því að naut eru oftar
kennd við bæ eða byggðarlag en aðrar skepnur er eflaust sú að fulltíða naut
hafa sjaldnast verið fleiri en eitt á hverjum bæ og víða hefur þurft að sækja
þjónustu þeirra á aðra bæi. Það er því nærtækara að kenna nautið við heimili
sitt en þegar um er að ræða kýr, kindur og hesta sem eru í tuga- eða hundraða-
tali á hverjum bæ. Þessi röksemd á þó fyrst og fremst við um tímann fyrir
daga kynbótastöðvanna en nöfnin sem hér em til umræðu em flestöll af naut-
um sem alin em upp „hjá vandalausum", þ.e. á nautastöðvum nautgriparæktar-
manna. Þessar nýju aðstæður gætu líka átt sinn þátt í því að efla uppruna- og
12 Tvíliðuð kýmöfn voru einnig allsráðandi í Svíþjóð á 18. öld en þar lét hefðin mjög undan síga
á 19. og 20. öld og núorðið em ósamsett nöfn (einkum kvenmannsnöfn) orðin mun algengari
(Leibring 2000:449).
13 Sem dæmi um þverrandi merkingarsamhengi í skandinavískum búfjámöfnum má taka nafn-
liðinn -ros sem verið hefur feykialgengur seinni liður norskra og sænskra kýmafna (sbr. Chris-
tiansen 1938:314, 320; Leibring 2000:175-6). Framan við hann má skeyta nánast hvaða
viðurkenndum fyrri lið sem vera skal og eitt af nöfnunum sem af því hefur sprottið er Nidar-
os, algengt kýmafn í Noregi. Þar með var Nida- kominn í hóp tækra fyrri liða og ekkert því til
fyrirstöðu að skeyta honum við aðra algenga seinni liði, t.d. -lin og fá út Nidelin sem einnig er
vel þekkt nafn.