Gripla - 01.01.2001, Page 176
174
GRIPLA
ættemisnöfn á kostnað annarra tegunda nafna. Á nautastöðvunum eru öll
nautin aðkomin og því liggur beint við að kenna þau við uppruna sinn. Jafn-
framt hlýtur aukin áhersla á kynbótarækt að leiða athyglina að ættemi naut-
anna og auka líkumar á því að það ráði nafngiftum. Hins vegar væri fróðlegt
að vita hvort tilkoma nautastöðvanna hafi orðið til þess að breyta verulega
nafnvenjum nauta. Líklegt má telja að flestir nautkálfar komi nafnlausir á
stöðvamar og sé gefið nafn þar. Það opnar svo þann möguleika að örfáir menn
séu höfundar meginhluta þeirra tæplega 600 nafna sem hér em til umfjöllunar.
Sé svo, gæti smekkur eða sérviska þessara fáu nafngjafa ráðið meiru en svo að
varlegt væri að draga miklar menningarsögulegar ályktanir af nafngiftum
nautanna. Mér sýnist þó ekki ástæða til að ætla að nafngiftimar séu að marki
sérviskulegar. Að vísu er ekki auðvelt að meta slíkt, en ef litið er á hestanöfnin
sem koma fram í grein Hamre (1939) kemur í ljós að rúmlega þriðjungur
þeirra kemur einnig fram sem nautanöfn hér (118 af 277 kk.-hestanöfnum).14
Þetta má túlka sem svo að nautanöfnin sverji sig í nokkuð fastmótaða hefð bú-
fjámafna, hvað sem líður fjölda eða áhugamálum þeirra sem nöfnin gáfu.
Eins og við er að búast tengist mikill fjöldi nafnanna útliti nautanna, eink-
um lit. I þeim hópi eru reyndar flest þau nöfn sem talist geta verulega algeng
eða útbreidd, algengast var Brandur sem kom fyrir sem nafn á 33 nautum.
Aðrir eiginleikar sem koma fram í nafngiftum eru einkum tengdir krafti,
dugnaði, hávaða og fyrirferð, það em m.ö.o. eiginleikar sem kalla mætti „karl-
lega“ og þarf engan að undra því að karlremba telst líklega fremur kostur en
löstur á kynbótanautum.
4.3 Nautanöfn og forn fræði
Mér hefur orðið tíðrætt um að íslensk nautanöfn dragi nokkum dám af manna-
og vættanöfnum í fomritum. Af þessum fomeskjubrag er hægt að draga ýmsar
ályktanir. I fyrsta lagi gætu hér verið að koma fram áhrif þess að ef til vill em
það örfáir menn sem valið hafa meginhluta nafnanna og dygði þá að einn
þeirra væri ástríðufullur fomsagnaaðdáandi til þess að nafnasafnið fengi á sig
fomsagnablæ. í öðru lagi mætti hugsa sér að þessi tilhneiging til að gefa naut-
um fom nöfn benti til þess að íslensk sveitamenning væri enn svo nátengd
fombókmenntunum að nautamenn leituðu, nú sem fyrr, fanga um nöfn í þær
14 Skyndikönnun á nafngiftum íslenskra hesta sem koma fram í Ættbók íslenskra hrossa
(1982) bendir í sömu átt, þarer fjöldi nafna sem einnig eru til sem nautanöfn; sama er að segja
um lirútanöfn sem ég hef sjálfur dregið saman.