Gripla - 01.01.2001, Side 177
HVAÐ Á BOLINN AÐ HEITA?
175
bókmenntir sem þeir eru handgengnastir, nefnilega fomsögur. í þessu sam-
bandi má geta þess að í sænsku búfjámafnatali (Virén 1911) sem ætlað er til
leiðbeiningar um nafnaval er mjög hvatt til notkunar gamalla norrænna
nafna, ekki síst goðafræðinafna. Hjá Hamre (1939) gætir einnig nokkurrar
„forræðishyggju“ um val hestanafna, þar eru sum nöfn talin óheppileg og
greint milli réttrar og rangrar notkunar nafna. Mér er ekki kunnugt um að
reynt hafi verið að halda neinni ákveðinni stefnu í vali búfjámafna að íslensk-
um bændum, ef frá er talin þessi hugvekja:
Mjög víða, nær því alls staðar, hefur hver kýr sitt nafn. Er það góður
siður, en gæti þó verið enn betri, ef nöfnin væm notuð sem nokkurs
konar ættamöfn, þannig að kýmar undan henni góðu Búkollu eða Bú-
bót, væru líka látnar heita Búkolla, undan Búkollu, en Búbót undan
Búbót, en svo aðgreindar með merkjum, t.d. stofnmóðirin kölluð Bú-
kolla I, dætur hennar Búkolla Ila, Búkolla Ilb o.s.frv., þeirra dætur Bú-
kolla III, o.s.frv.
(Páll Zóphóníasson 1948)
Þessi orð hafa víst ekki haft tilætluð áhrif enda er hætt við að þeir nafnsiðir
sem þama em boðaðir stefndu í ógöngur þegar ættliðum fjölgaði, auk þess
sem þeir hlytu að fækka kýmöfnum stórlega.15
I þriðja lagi gæti fomsagnablærinn verið merki um langa og óslitna hefð í
nafngiftum nauta og þyrfti þá ekki nauðsynlega að gera ráð fyrir beinni fom-
sagnaþekkingu nautamanna, þeir gætu verið kunnugir og trúir hefðinni, þótt
þeim væri ókunnugt um uppmna hefðbundinna nafna í goðafræði og fomsög-
um. Það er áhugavert í þessu samhengi að skoða búfjámöfn í fomsögum. í ís-
lendingasögum koma reyndar ekki fyrir nema fimm uxa- og nautanöfn,
Brandkrossi í Brandkrossa þætti og Víglundarsögu, Garpur í Gull-Þórissögu,
Glæsir í Eyrbyggju, Harri í Laxdælu og Spámaður í Þiðranda þætti (sbr.
Kahle 1903). Tvö þessara nafna, Garpur og Glæsir, eru enn í fullu fjöri en af
því er auðvitað ekki hægt að draga miklar ályktanir. Fleiri nautanöfn em nefnd
í Snorra-Eddu og þulum og nokkur þeirra koma Iíka fyrir á nútímanautum:
Freyr, Gellir, Gneisti, Litur, Rauður, Smiður, Stúfur. Eins koma nokkur hesta-
nöfn úr fomritum fyrir sem nautanöfn hér. Það sem helst kemur á óvart þegar
15 Líklegt er að hugmyndin sé fengin erlendis frá, a.m.k. voru svona nafnakerfi farin að tíðkast
á stórum kúabúum í Svíþjóð þegar í upphafi 20. aldar og 1963 skyldaði sænska mjólkur-
eftirlitið kúabændur til að taka upp þessa aðferð (Leibring 2000:411,426).