Gripla - 01.01.2001, Side 186
184
GRIPLA
heimildaskrána, að hún er óskapnaður. Það er eins og doktorsefni hafi enga
hugmynd um það haft hvemig eigi að ganga frá slíkri skrá, fyrir utan að hún er
morandi í prentvillum, bæði í titlum, innlendum sem erlendum. Ekkert sam-
ræmi er t.d. í upptekningu titla á enskum ritum og ritgerðum, þar er ýmist stór
eða lítill stafur. Um greinar í tímaritum er ýmist getið um árgang eða ekki.
Rétta útgáfustaði vantar á ritsöfn, t.d. Þjóðsagnasafn Amgríms Bjamasonar. 1.
hefti þess kom ekki út í Reykjavík 1909 heldur á ísafirði, en 2. útg. sama heft-
is kom út í Reykjavík 1959, og öll heftin síðan komu út í Reykjavík. Útgáfu-
staður bókar eða ritgerðar eftir Gísla Pálsson prófessor er tilgreindur sem
Sviss! Blaðsíðutöl vantar á ritgerðir, t.d. Henningsen frá 1975. Þá eru nefnd
verk sem með réttu hefðu átt að vera í handritaskrá, eins og t.d. Ævir lærðra
manna eftir Hannes Þorsteinsson. Mikið er auk þess um óþarfar millitilvísanir
og sumar þeirra eru villandi. Á bls. 402 er t.d. nefnt Grænland ímiðaldaritum
og vísað síðan með oddklofa í Ólaf Halldórsson. í flestum bóka- eða heimilda-
skrám hefði þetta rit aðeins verið skráð undir nafni höfundarins. í stuttu máli
sagt: heimildaskrá af þessu tagi er naumast boðleg virðulegri doktorsritgerð;
þar eru brotnar flestar þær reglur sem þegar eru kenndar nemendum á fyrstu
stigum háskólanáms og ætlast er til að þeir fylgi þegar fram í sækir við samn-
ingu fræðilegra ritgerða. Að auki er ekki að sjá að doktorsefni hafi kynnt sér
nokkur rit sem flest varða að einhverju leyti verkefni hennar. Ég vil í þessu
sambandi nefna tvö rit sem hefðu mátt vera doktorsefni nærtæk: annað er rit-
gerð Gísla Sigurðssonar um íslenskar þjóðsögur í Islenskri bókmenntasögu III,
þar sem er líka rækileg bókaskrá um efnið; hitt er ritgerð Viðars Hreinssonar
um Jón lærða, Tvær heimsmyndir á 17. öld. Snorra Edda í túlkun Jóns Guð-
mundssonar lærða, sem birtist í ritgerðasaíninu Guðamjöður og arnarleir 1996.
Ég kem síðar að öðrum ritgerðum og ritum sem hefðu getað orðið doktorsefni
að gagni og hún annaðhvort nefnir ekki eða þekkir ekki, og hefðu þau þó átt að
vera leiðbeinendum hennar vel kunnug. — Ég vil ekki eyða tíma mínum í upp-
talningu á prentvillum en vil taka fram að þær eru of margar, fæstar reyndar
skaðlegar, en sýna að doktorsefni hefur flýtt sér um að ganga frá textanum og
ekki munað að það er ekkert seinlegra að gera hlutina vel.
Þegar litið er á meðferð heimilda í ritinu sjálfu má segja að hún sé viðun-
andi. Óþarfa villur í upptekningum koma þó fyrir eins og t.d. í tilvitnun úr riti
Hannesar Finnssonar á bls.75; rétt er tilvitnunin þannig í riti Hannesar: „hafi
þá fundizt 7000 býli, en alls hafi fólkið verið mjög lítið yfir 50.000“. Vitnað er
til útgáfunnar frá 1970 (195. bls.), en stafsetning tilvitnunarinnar bendir til
þess að hún sé sótt í annað rit sem í þessu tilfelli eru Arbækur Espólíns VII,
88. bls. og alls ekki rit Hannesar Finnssonar. Undarleg er einnig sú aðferð