Gripla - 01.01.2001, Qupperneq 187
ANDMÆLARÆÐUR
185
doktorsefnis að birta tilvitnun upp úr Malleus, Nomahamrinum, á einum stað
á latínu, en styðjast síðan við enska þýðingu á ritinu — og þýða auk þess páfa-
bullu Innocentiusar VII úr ensku. Eðlilegra hefði verið að viðurkenna að
latínukunnáttan væri lítil eða engin og hefði verið smðst við enskar eða sænsk-
ar þýðingar á latínuritum. I latnesku tilvitnuninni úr Malleus á bls. 37 kemur
og fyrir stafvilla, það stendur „Na“ í staðinn fyrir Nam og þannig verður máls-
greinin óskiljanleg — auk þess sem doktorsefni virðist ekki hafa áttað sig á
hvemig bókin hefur verið byggð upp; hún vísar neðanmáls til verksins og seg-
ir: „Sprenger/ Kramer 1615, 1-318, sbr. Tabula quæstionum.“ Þetta þýðir á
mæltu máli, sbr. efnisyfirlit. Doktorsefni virðist sem sagt ekki vera ljóst að
Malleus er byggður upp eftir reglum skólastíkur, efni bókarinnar er í efnisyfir-
liti raðað niður í röð spuminga, og fyrir framan það er önnur efnisröð þar sem
efninu er skipað niður eftir stafrófsröð. — Þetta em að sjálfsögðu þekkingar-
atriði og skipta engu máli fyrir efni ritgerðarinnar. En á sömu bls. og umrædd
tilvitnun er til Malleusar er klausa neðanmáls sem ég hefði kosið að doktors-
efni hefði unnið betur úr. Klausan hljóðar svo:
Hér sem og víðar í Nomahamrinum em á ferðinni, nánast orðréttar,
sömu hugmyndir og lesa má í Cbaracter bestiæ eftir Pál Bjömsson,
prófast í Selárdal, sem síðar verður vikið að, og Einföld Declaration
sem sögð er eftir Daða Jónsson sýslumann (JS 606 .. .[4to vantar!] 74 o.
áfr.). Þá minnir orðalag Brynjólfs biskups Sveinssonar sumstaðar á
Nomahamarinn, enda ekki ólíklegt að honum hafí einnig verið kunnugt
innihald hans, sbr. „óvinurenn hefur so miked æde j christelegre kyrkiu,
ad hiprtun mannan/n/a eru volg og hallda ecki einlægt vid Gud almátt-
ugan/n/, helldur falla fram hiá Gude, hvorium einum óttenn ber /.../
En/n/ þá hann er forsmádur [þ.e. djöfullinn], med þui að (sic!) han/n/ er
drambsamur ande og lijdur þad ógiaman, þá mun dofna han/n/s áræde,
kome þar til alvarlegur gudsótte, ..." (Jón Helgason 1942: Ur bréfa-
bókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, 51 — innskot ÓÞ).
Hér hefði verið vert að staldra betur við og athuga málfar og hugmyndafræði
umræddra höfunda, hvort þeir eða aðrir lærðir menn á þessu tímabili hafi
smitast af þeim fræðum sem fram koma í Nomahamrinum. Sérstaklega hefði
verið ómaksins vert að kanna Character bestiæ — og í því sambandi hefði
mátt bera það málfar saman við dóma og röksemdafærslu þeirra, sérstaklega
þegar galdramaður var brenndur á báli. — Með öðrum orðum sagt, — hvemig
koma dómsorð heim og saman við hugmyndafræði Nomahamarsins eða rit