Gripla - 01.01.2001, Page 189
ANDMÆLARÆÐUR
187
ríki og er aðallega frá 9. öld. Regino frá Priim, ábóti í Trier, sem nú er í Þýska-
landi, deyr 915. Hann semur rit sem nefnt hefur verið, De synodalibus causis
et disciplinis exclesiasticis og óvíst hvort það rit eða hlutar þess hafa verið
settir inn í safnið Capitula episcoparum. Bersýnilegt er að doktorsefni hefur
haft þennan fróðleik upp úr þeim þýðingum sem hún vísar til, þ. e. a. segja
Lea, Materials towards a History ofWitchcraft (2. útg.) frá 1957 og Robbins,
The Encyclopedia ofWitchcraft and Demonology (2. útg.) frá 1970. Vitaskuld
skiptir þess háttar fróðleikur litlu fyrir aðalefni rannsóknarinnar, en skemmti-
legra hefði verið hafa þess háttar atriði rétt — eða sleppa þeim alveg, þar sem
þau skipta ekki máli. Aftur á móti hefði þurft að kanna hvort hugmyndin um
að kvennahópur nði loft og lög þekkist í íslenskum heimildum áður en Noma-
hamarinn kemst undir koddann hjá merkisklerkum hér á landi á 17. öld, — og
svo er. Lærdómsmaðurinn Grímur Hólmsteinsson sem uppi er á síðara helm-
ingi 13. aldar segir allrækilega frá þessu fyrirbæri í samantekt sinni um Jón
baptista, þar sem hann segir svo frá dansi Salome:
En í þann tíma dags sem menn snæddu og drukku, gekk inn dóttir
Herodiadis og stjúpdóttir Herodis og lék með mikilli list. Sumir meist-
arar segja hana á höndum hafa gengið með margs kyns kukli, svo að
ekki hafi niður fallið klæði um hana, sem slíkt má þykkja eigi ólíklegt,
þar sem finnst í helgum bókurn að kveldriður eða hamhleypur þykkjast
með Diana gyðju og Herodiade á lítilli stundu fara yfir stór höf ríðandi
hvölum eða selum, fuglum eða dýrum eða yfir stór lönd, og þótt þær
þykkist í líkama fara, þá votta bækur það lygi vera. Sýnist líklegt að
þær mæðgur hafi þess kyns konur verið er sjálfur óvin alls mannkyns
sýnir þær ... (Postola sögur.914; stafsetning færð hér til nútímahorfs).
Diana er þekkt í íslenskum helgisögum sem ímynd djöfulsins og Herodias
einnig eins og fram kemur hjá Grími. Aftur á móti finnst mér fullglannalegt að
kalla hana Herdísi, —jafnvel þótt við skildum fyrri lið nafnsins sem herr, þ.e.
tröll. — Grímur Hólmsteinsson er reyndar ekki mjög sjálfstæður rithöfundur;
hann tekur athugasemdir sínar héðan og þaðan úr lærdómsritum fyrri tíða, en
gera má ráð fyrir að úr því að hann birtir téð ummæli þá hafi hugmyndin um
nomir ríðandi á alls kyns skepnum ekki verið með öllu ókunn, a.m.k. þekkt
meðal klaustramanna, því að Jóns saga baptista virðist vera samin að fmmkvæði
þeirra og fyrir nunnur. Nú dettur mér ekki í hug að krefjast þess að doktorsefni
hafi lesið öll kirkjuleg rit sem sett em saman fyrir siðbreytingu, en á hinn bóginn
hefði ég viljað hún hefði kynnt sér öll orð sem varða galdur eða fjölkynngi í