Gripla - 01.01.2001, Page 190
188
GRIPLA
orðabókum fommálsins — og slík könnun hefði leitt hana að þessum stað í Jóns
sögu baptista og um leið hefði hún séð að hugmyndin um ríðandi nomir var vel
lifandi á íslandi á 13. öld og um slíkt óþarfi að vitna í erlendar eftirheimildir.
Segja má að doktorsefni komist yfirleitt klakklaust í gegnum erlend
fræðirit um galdratímabilið annars staðar í Evrópu. en því miður er aðeins
sumt af því efni samanburðarhæft við íslenskar heimildir. Spyrja verður sem
svo: Hvemig skilja íslenskir menn á 17. öld heimildir um galdur? Doktorsefni
reynir að svara þessu og leitar bæði í samtíma heimildir frá 17. öld og í bók-
menntir og aðrar frásagnarheimildir fyrir siðaskipti. Ljóst er af þeim heimild-
um að skilningur manna í kaþólskri tíð hefur verið annar en síðar varð. Þessu
efni gerir doktorsefni nokkur skil, bæði í upphafi verks síns og síðar í sérstök-
um kafla, Galdur í fornbókmenntum. A töflu á bls. 24 skipar hún galdraiðju
niður í fjögur hólf og ræðir um leið kenningar nokkurra fræðimanna, mann-
fræðinga sem og sagnfræðinga. í töflunni gætir nokkurrar einföldunar, t.d. í
því að greint á milli góðgaldurs og þess sem kallað hefur verið hvítagaldur, —
þ. á m. er það sem hún kallar helgikukl. Tvískipting sem hún gerir á milli
þjóðar og kirkju er einnig umdeilanleg og sama hátt sú skipting sem doktors-
efni vill gera milli þess sem hún kallar þjóðlegan galdur og trúargaldur. Og hér
sakna ég líka bókar um þetta efni sem doktorsefni hefði haft gagn af, en það er
lítið kver eftir Loomis, White Magic, sem rekur sögu þessa atferlis aftur til
elstu rita kirkjufeðra. Að þessum sömu hugtökum kernur hún aftur í 3. kafla á
bls. 89 sem hún kallar Galdur og þjóðráð. Sú umfjöllun er nokkuð losaraleg,
komið víða við, allt frá Grágás til Jóns Amasonar þjóðsagnasafnara án þess að
reynt sé að koma að skilgreiningum sem unnt sé að styðjast við. Alla þessa
umræðu hefði ég viljað sjá í skipulegu samhengi við yfirlitið um hugtaka-
notkun. í þessu sambandi er vert að benda á tilvitnun sem doktorsefni tekur
upp úr hdr. Lbs 101 4to og kallar skikkan Odds biskups Einarssonar:
... þeir sem fara med kukl tofra og runir so sem eru ristingar edur adrar
þesskonar særingar og kveijsublod \og annann þvilijkann diofulskap
med hverium þeir látasl lækna mein og krankdæmi manna/ straffist af
prestinum eftefr] ordinantiunne og setiest af sacramentinu /—/ \so
[loks]ins afleggis [gajmlar dröslur [og] signingar, enn [upp t]akist þad
sem [ri]ett og gott er./ ... (88)
Ef þessi tilvitnun hefur hrotið úr penna Odds Einarssonar þá er komin mark-
tæk heimild um álit hans á þvflíku atferli og mætti ætla að hún segði eitthvað
um hugarfar samtíðarmanna hans. Þessu efni hefði verið þarflegt að gera meiri