Gripla - 01.01.2001, Page 192
190
GRIPLA
en eftir stendur spumingin: Hversu áhrifamikil voru verk Jóns? Verður að
skoða hann sem einstæðan alþýðumann á fyrri hluta 17. aldar, einstæðing sem
á í höggi við einstrengingslega yfirstétt og fákunnandi um fræðaiðkun alþýðu-
manna á hans tíð? Ég sakna þess hér að doktorsefni hefur alveg látið hjá líða
að ræða um þann hugmyndaheim Jóns sem Viðar Hreinsson hefur glögglega
greint í nýlegri ritgerð. Það hlýtur að vera að verk Jóns hafi einhver áhrif haft
úr því að lærðir prestar eins og séra Guðmundur Einarsson sáu ástæðu til að
skrifa á móti honum. Og hvaða útbreiðslu skyldi verk eins og Hugrás hafa
fengið á 17. öld? Doktorsefni lætur sér nægja að nefna tvö handrit en segir
ekkert hversu gömul þau eru talin. Af skrifi því sem hún birtir eftir séra Guð-
mund er ljóst að honum hefur verið skapraun að Jón skuli hafa „hendur yfer
sjuka lagt, med lesnijngum og bænum ...“ (94). Þessi ummæli eru í anda
þeirra fyrirmæla sem sjá má í ummælunum, sem höfð eru eftir Oddi
Einarssyni. En verk Jóns eru sérstaklega til þess fallin að þau séu athuguð
nánar. Um eitt þeirra er aðeins til endursögn í dómabókum og ekki allsendis
víst að kver það sem Jón hefur haft undir höndum og kallað er Bót eður viðsjá
sé eftir hann. Doktorsefni ber þetta saman við ummæli séra Guðmundar á
Staðarstað og athugar hvort hugsanlegt sé að Guðmundur hafi haft umrætt rit
undir höndum. Niðurstaða hennar er sú að í andmælum Guðmundar sé margt
sem sé efnislega skylt með endursögninni úr dómabókunum, en ráðin séu
mörg hver kunnugleg úr þjóðsögum. Jón lærði hefur sjálfur lýst þessu kveri
sem læknispunktum/ löngu skrifuðum en ekki hefur doktorsefni lagt út í að
reyna að grafast fyrir um við hvað væri átt. Hún telur að orðalagið veki upp
spumingar um, „hvemig 17du aldar menn hafa skilið hugtakið lækning og
hvort það verði lagt að jöfnu við góðgaldra almennt“ (203). Hér sem annars
staðar hefði doktorsefni átt að staldra örlítið við og kanna þær lækningabækur
sem til em frá fyrri öldum, og þær em allar útgefnar, í misjöfnum útgáfum þó,
en um leið að rannsaka hvort þær hafi breyst í eftirritum eða hvort yngri
bækur séu óháðar þeim eldri og hafi orðið fyrir áhrifum frá verkum danska
húmanistans Henriks Smiths (d. 1563). Jón lærði skrifaði einnig ritgerð sem
heitir Um nokkrar grasanáttúrur og til er í eiginhandarriti í handritinu JS 401
4to og í uppskrift Jóns Eggertssonar í Sth papp 64 fol. Doktorsefni hefur ekki
kannað þessar heimildir og borið saman við endursögnina í dómabókunum.
Það er ekki víst að með slíkum samanburði hefði fengist svar við hvað Jón átti
við með læknispunktum en líklega hefði hún orðið einhvers vísari. Athyglis-
verð er einnig ritgerð Jóns sem útgefandi hennar, Einar G. Pétursson, nefnir
Ristingar. Það leiðir hugann að mætti rúnanna og túlkun þeirra, og kem ég
lítils háttar að því efni síðar, en ljóst er að á fyrri helmingi 17. aldar hefur verið