Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 194
192
GRIPLA
í Ámasafni er til dæmis að finna nokkur handrit sem hafa að geyma
galdratákn eða fróðleik um galdur frá ýmsum tímum í fmmritum eða
uppskriftum, þeirra á meðal AM 687 d og e 4to; AM 697 4to; AM 727
4to II; AM 738 4to; AM 763 4to; AM 970 4to; AM 428 a 12mo ... AM
434 d 12mo.
Síðan em talin upp handrit í Landsbókasafni og loks vísað í greinargerð Olafs
Davíðssonar í þulum og þjóðkvæðum. Þessi upptalning er ekki nógu nákvæm
og hefði þurft að gera grein fyrir efni og aldri viðkomandi handrita.
Ekki hefur doktorsefni gefið sér tíma til að athuga þessi rit og em þó sum
þeirra merk. IAM 738 4to eru að vísu engin merki um galdrastafi en nokkrar
rúnir era þar skýrðar. AM 970 4to er þjóðsagnahandrit frá 19. öld og hefur lítið
gildi um galdramál á 17. öld. Aftur á móti hefði verið ómaksins vert að kanna
AM 687 d og e 4to, AM 428 a 12mo, sem hefur að geyma Margrétar sögu, og
AM 434 d 12mo sem er lítið galdrakver. Hluti þess handrits hefur reyndar verið
gefinn út af Ólafi Davíðssyni og sum af þeim handritum sem doktorsefni nefnir
era til í viðunandi útgáfum. En það er ekki aðeins efni þessara handrita sem
kanna þyrfti heldur líka feril þeirra ef þekktur er; athuga hvar á landinu hand-
ritin hafa verið og í hverra eigu. Einhver H.Þ. sem líklega er Halldór Þorbergs-
son í Seylu hefur sent Áma Magnússyni handritið AM 434 d 12mo árið 1697
og með því er bréfmiði hans til Áma þar sem hann telur að með þess háttar
skrifum hafi menn komist áður í samband við huldufólk. Galdra nefnir hann
ekki á nafn. AM 687 d 4to hefur að geyma rúnakvæði sem reyndar hefur marg-
oft verið gefið út, nú síðast í fyrra af Raymond Page, útgáfu sem doktorsefni
kannast ekki við, en áður af Kálund og Wimmer. Eg minnist á þetta kvæði hér,
því að það er til í 2 handritum, hið eldra er frá því 1500, en hið yngra AM 461
4to frá því um miðja 16. öld. Bæði handritin era vitnisburður um að rúnir hafi
verið notaðar sem eins konar dulmál, enda leyfir Jón Ólafsson úr Grannavík sér
að kalla þess háttar skrif dylgjur, þ. e. eitthvað sem dulið er. Það kann því að
vera stutt frá slíkri leyniskrift yfir í skrift sem hrín á einhverjum.
Réttilega tekur doktorsefni fram að af alþingisdómum verði trauðla séð
hvaða tegund af fjölkynngi það var sem galdramenn eiga að hafa brúkað öðru
fremur (197). í mjög gagnlegum töflum á bls. 175-184 er getið 39 sinnum að
tilefni til ákæru séu rúnir, stafir, ristingar, grasabrúkan sem og stefnur, og þar
á meðal er Buslubæn, en einmitt þar er gott dæmi um að rúnir séu notaðar til
særinga, þó að þær rúnir hafi ekki tekist að ráða. Þessu efni, sem enn er varð-
veitt í handritum, hefði þurft að gera skil; með slíkri rannsókn hefði verið unnt
að fá fram liði í þekkingarlíkan. Galdrabókin sem Lindkvist gaf út og nú síðast