Gripla - 01.01.2001, Page 200
198
GRIPLA
Eitthvað verður einnig að segja um mat doktorsefnis á aðalheimiid sinni,
þjóðsögum Jóns Ámasonar. Eins og vikið var að áður styðst höfundur við út-
gáfu þeirra Áma Böðvarssonar og Bjama Vilhjálmssonar í 6 bindum. Þar er
geysimikið áður óprentað efni, og þar hefur einnig það efni sem áður var
prentað verið lagfært í samræmi við handrit skrásetjara. Mér finnst ekki vera
nógu djúpt í árinni tekið hjá doktorsefni þegar segir (á bls. 225) að útgefendur
„hafi leitast við að birta handritin óbreytt“. Að mínum dómi eiga þeir Ámi og
Bjami það skilið að sagt væri að þeim hafi tekist að gera það. Þar með er þó
ekki sagt að útgáfa Áma og Bjama „standi nær upprunagerð sagnanna“ frekar
en textinn eins og hann er í fyrri útgáfunni, nema að með upprunagerð sé átt
við textann eins og hann var hjá þeim mönnum er skrásettu.Vel má vera að
textinn eins og hann var lagfærður af Jóni Ámasyni — þar sem fymdu og
flóknu máli sumra skrásetjara hefur verið breytt — hafi í raun og vem stund-
um færst nær málfari þeirra karla og kerlinga sem sögumar sögðu. Um orð-
réttan texta sagnamanna getum við alls ekki vitað með vissu fyrr en hljóðrit-
unartæknin kemur til sögunnar — eins og Gísli Sigurðsson ræðir nokkuð í
þjóðsagnakafla sínum í Islenskri bókmenntasögu, en ekki er að sjá að doktors-
efni hafi lesið hann. En hvað sem þessu líður, er ekki ástæða til að gera of
mikið úr orðamun sagnanna hjá heimildarmönnum Jóns og hjá Jóni sjálfum
Hér er um stílatriði ekki um efnisatriði að ræða. Þar sem hér er um
efnisrannsóknir að ræða er ástæðulaust að hafa miklar áhyggjur á þessu.
Meira munar um hvort þær sagnir sem Jón sjálfur safnaði, eða þeir sem
skrásettu fyrir hann, séu „valdar að eigin smekk“ eða hvort þær gefi nokkum
veginn sanna hugmynd um þær sagnir og tegundir sagna sem í raun og veru
vom sagðar á miðri 19. öld. Doktorsefnið virðist þeirrar skoðunar (bls. 225) að
sú staðreynd að fæstir skrásetjaranna vom ekki alþýðumenn bendi til þess að
þeir hafi að miklu leyti valið og hafnað úr sagnabmnni heimildarmanna. Ekki
er að neita því að Jón hefur sóst mjög eftir sumum sjaldgæfum munnmælasög-
um, þá sérstaklega ævintýrum — sem var aðalatriðið í huga Grimmsbræðra.
Honum fannst einnig að hann hefði fengið of mikið af útilegumannasögum.
Einnig hafa Jón og samstarfsmenn hans forðast að láta klámsögur komast inn
í safnið. En þetta hefur ekkert með umfjöllunarefni okkar að gera, þar sem
hvorki ævintýrin, útilegumannasögumar eða klámsögumar koma galdramál-
unum við. Meira máli skiptir að safn Jóns nær yftr margar og fjölbreyttar
sagnir um galdramál og töfrabrögð og að hann hefur auk þess í mörgum tilvik-
um skrásett fleira en eitt afbrigði af þeim. Ekki heldur get ég séð að Jón eða
samstarfsmenn hans hafi vísvitandi sleppt eða gert lítið úr neinu sem til var af
slíku tagi. Athyglisvert er að Sigfús Sigfússon frá Eyvindará, sem ætla má al-