Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 201
ANDMÆLARÆÐUR
199
þýðumann, hefur — að því er ég get best séð — enga sagnaflokka eða einstak-
ar sagnir viðvíkjandi galdramönnum og göldrum, sem eru ekki þegar til í safni
Jóns. Þegar öllu er á botni hvolft, tel ég að segja megi að ekkert land hafi eins
góðar heimildir úr munnmælum fyrri hluta 19. aldar um galdra og galdramenn
og ísland, og að þetta sé Jóni, skrásetjurum hans og heimildarmönnum að
þakka. Þetta merkir að sjálfsögðu ekki að safn Jóns sé lýtalaust. Gagnrýna ber
það sem miður fer. Heimildakönnun á samt ekki aðeins að vera fólgin í því að
finna að, heldur einnig í því að finna hvað haldgott er.
3.
Á bls. 225 spyr doktorsefni að hvaða leyti megi nota galdrasagnir í safni Jóns
Ámasonar sem „mælikvarða á alþýðuviðhorf og aldaranda“, ekki aðeins á
þeim tíma er þær vom skrásettar, heldur einnig á þeim öldum þegar galdra-
málin fóru fram. Varúð er dyggð í fræðimennsku, en samt get ég ekki stillt
mig um að spyrja hvort doktorsefni mikli ekki fyrir sér muninn á munnmæla-
sögum um galdur og galdramenn á íslandi á 17. öld og 19. öld. Við vitum t. d.
að sumar sagnimar um Sæmund fróða — sem doktorsefni fjallar reyndar um
(bls. 253-255) vom svo að segja eins á 17. öld, þegarÁmi Magnússon skrif-
aði þær upp, og í munnmælum 19. aldar. I sömu átt benda rannsóknir frá öðr-
um löndum t.d. rit Jan Walls Tjuvmjölkande vasen (I, Áldre nordisk tradition
og II, Yngre nordisk traditiorí). í þessum bókum sést skýrt að litlar breytingar
hafa orðið frá því 1600 til 1900 á trú manna á tilbera, snakka og áþekkar yfir-
náttúmlegar verur sem stela málnyt frá mönnum. Einnig hafa sagnir um þess-
ar vemr, þótt ólíkar séu í ýmsum löndum og í ýmsum landshlutum, lítið sem
ekkert breyst á þrjú hundruð ámm. Með þessu er ekki sagt að engar breyting-
ar hafi átt sér stað á munnmælasögum um íslenska galdramenn og töfrabrögð
frá galdraöld til aldar Fjölnismanna. En óþarft finnst mér að gera of mikið úr
þessu. Að mínum dómi er líklegt að þjóðsögur 19. og jafnvel 20. aldar gefi
betri mynd af trú og sögnum á galdraöld en samtímaheimildir 16. og 17. ald-
ar. Það sem kemur fram í þeim er oft brota- og tilviljunarkennt, og jafnvel af-
bakað vegna áhrifa kirkjuhöfðingja og lögspekinga sem hafa fært vitnisburði
og frásagnir í letur. Ég gæti kinnroðalaust haldið fram þeirri skoðun að sú
þjóðtrú og þær frásagnir sem er að finna í þjóðsögum Jóns Ámasonar gefi
stundum betri hugmynd um trú og sagnir í fomöld heldur en eddumar og Is-
lendingasögumar. Það er vegna þess sem þjóðsögumar em svo dýrmætar
heimildir. Ástæðulaust er því að gera lítið úr gildi þeirra.