Gripla - 01.01.2001, Side 202
200
GRIPLA
Heimildargildi ólíkra sagna og sagnategunda er ekki alltaf hið sama. Þetta
er höfundi ljóst og hún ræðir málið ítarlega á bls. 242-252. Mér liggur við að
segja of ítarlega, þar sem höfundur segir réttilega að ævintýrin — eða þær
sögur er á þýsku eru nefndar Marchen — koma ekki efni hennar við. Hún
hefði því getað leitt hjá sér að ræða svona mikið um þjóðsöguhugtakið. Betur
hefði farið að snúa sér beint að sögnunum, sem er sú megintegund munnlegrar
frásagnarlistar, sem hér kemur helst til greina.
Eins og höfundi er ljóst eru ekki allar sagnir af sama tagi. Hugtakið/rzftz/-
lat sem doktorsefnið notar í fyrsta skipti á bls. 243 og nefnir einnig skáldsagn-
ir, og sem hún seinna, t.d. á bls. 243, talar um sem fabúlur, er nothæft um eina
tegund sagna. Hér hefði verið æskilegt að vitna í von Sydow sem bjó til orðið
fahulat og skilgreindi það oftar en einu sinni. Þá væri rétt að vísa til bókar
Bpdker Folk literature (Germanic) í ritröðinni Intemational Dictionary of Re-
gional European Ethnology and Folklore II, þar sem fjallað er um ólíkar skil-
greiningar síðari fræðimanna á sama hugtaki. Finnskir þjóðfræðingar, einkum
Lauri Honko og Juha Pentikáinen hafa rætt þetta hugtak og einnig hugtakið
memorat, sem doktorsefni nefnir reynslusagnir (á bls. 243). Ef doktorsefnið
hefði þekkt og notað þessi rit hefði skilgreiningin áfabulat varla verið eins og
hún er á bls. 245-246. Þar er galdrasögnum skipt í tvennt: fabúlur og sagnir-
memoröt. Lesendur gætu því haldið að fabúlur væru ekki sagnir, en það hefur
þó vonandi ekki verið ætlun höfundar.
Það er að vísu rétt athugað að skáldskapur sé fólginn í fabúlum. Þær hafa
listrænt fomi, og því er unnt að flokka þær í ólíkar gerðir: Flótti frá Svarta-
skóla, Þátttaka Djöfulsins í spilamennsku og svo framvegis. Þessvegna er unnt
að búa til skrár unr þær eins og skrá Reidar Th. Christiansen, The Migratory
Legends, a Proposed List ofTypes with a Systematic Catalogue ofthe Norwe-
gian variants. Mér finnst það vera ljóður á verkinu að ekki skuli vera stuðst
við þessa skrá eða aðrar slíkar, sérstaklega frá Norðurlöndum, Bretlandseyjum
og Þýskalandi. Ég vík aðeins aftur að því síðar.
En svo við snúum okkur aftur að skilgreiningu á fabúlum finnst mér það
einnig villandi að kalla þær „skáldlegar frásagnir með ævintýraminnum flökku-
sagna“ eins og doktorsefnið gerir á bls. 245. Hugtakið flökkusagnir hefði fyrst
þurft að skilgreina. Frá hagnýtu sjónarmiði em flökkusagnir og fabulat eitt og
það sama. Fyrra hugtakið á við útbreiðslu sagnanna; seinna hugtakið við skýra
og skáldlega uppbyggingu þeirra. Þar sem uppbyggingin hefir í för með sér að
fabulöt eru oft skemmtilegri, meira spennandi og eftirminnilegri en aðrar
sagnir öðlast fabúlöt meiri útbreiðslu en aðrar sagnir. Með öðrum orðum, sú
fabúla er varla til sem ekki er flökkusögn, og heldur ekki sú flökkusögn sem