Gripla - 01.01.2001, Page 204
202
GRIPLA
nafngreindum mönnum eru teknar til meðferðar (bls. 252-278), og einnig í
þeim köflum (bls. 285-293) þar sem sérstök galdraráð og fyrirbæri eru grann-
skoðuð. Hér er ekki fært að nefna nema fáein atriði.
Um seið er mér ánægja að sjá að doktorsefnið hefur á bls. 229-231 að veru-
legu leyti stuðst við rit eftir Dag Strömbáck, kennara minn og reyndar líka aðal-
kennara hennar, Jóns Hnefils Aðalsteinssonar prófessors. Bók Dags er undir-
stöðurit um þetta efni. Þó ber að geta þess að ekki eru allir sammála kenning-
um Dags um seið og hamskipti. Því hefði verið ástæða til þess að minnast á
skoðun fræðimanna eins og Frangois Xavier Dillmann, en hann hefur nýlega
skrifað um seið í tímaritinu Skáldskaparmál 2. Ekki virðist mér heldur rétt
með farið á bls. 241 í bók doktorsefnis þegar sagt er að seið vanti í þjóðsagnir
seinni tíma. í efnisskrá 6. bindis af þjóðsögum Jóns Ámasonar, em talin að
minnsta kosti 20 dæmi um seið.
í kaflanum um níð (bls. 232-233) hefði verið vert að vitna ekki aðeins í rit
mitt Norrön niddiktning 1, heldur einnig í rit eftir Folke Ström. Mér væri líka
forvitni að fá að vita hvers vegna höfundur vitnar ekki einnig í annað bindi af
Norrön niddiktning.
Þótt lítt sem ekkert sé talað um níð í sambandi við töfra í þjóðsögum seinni
tíma, hefði einnig verið rétt að benda á að brigsl um kynvillu, hugleysi og alls-
konar klám er þáttur í sumum særingakvæðum m.a. Snjáfjallavísum Jóns
lærða og Tyrkjasvæfu Magnúsar Péturssonar á Hörgslandi. í þessu sambandi
hefði líka mátt ræða þá spumingu hvort níðskáldin séu ekki fyrirrennarar
kraftaskáldanna, þannig að hið foma níð hafi lifað áfram í kveðskap þeirra.
Ég er ekki viss um að doktorsefni hafi rétt fyrir sér á bls. 233 (og aftur á
bls. 240) þar sem segir að níðstangar sé getið í galdramáli sem kom fyrir al-
þingi árið 1698 (sjá einnig bls. 379). Orðið níðstöng er hvergi nefnt í dóms-
skjölunum, heldur aðeins að upp hafi verið sett lönguhöfuð. Þar sem sagt er að
þetta hafi verið gert „án vonds ásetnings" er hér varla um níð að ræða. Ég get
fremur trúað að hér sé um svokallaðan veðurgapa að ræða, en hann var notað-
ur til þess að fá vind eða storm til að blása að vild, en þetta getur sjálfsagt ver-
ið gert af vondum eða góðum ásetningi.
Um ham og hamskipti, hug og fleira slíkt sem fjallað er um á bls. 235-237
styðst doktorsefni eins og vera ber einnig að miklu leyti við doktorsrit Ström-
backs. Hér hefði þó verið ástæða til að vitna ekki aðeins í bókina Sejd heldur
einnig í greinar Strömbacks „The concept of the soul in Nordic tradition“ (í
Arv 1975) og „Om de nordiska sjálsförestallningama“ í bókinni Den osynliga
narvaron. Um misskilning á orðum Strömbácks er að ræða í neðanmálsgrein