Gripla - 01.01.2001, Page 205
ANDMÆLARÆÐUR
203
61 á bls. 235 þar sem sagt er að frásagnir í fomaldarsögum um að menn geti
brugðið sér í „ýmissa kvikinda líki“ „eigi sér dýpri rætur í norrænni þjóðtrú“.
Þvert á móti segir Strömback að í þessum sögum sé að finna „ett fantasi- eller
aventyrsmotiv utan djupare gmnd i nordisk folktro". Eins og doktorsefni tekur
réttilega tekur ífam, kveður lítt að hamförum í íslenskum þjóðsögum síðari
alda. Þó er nefnd í þessu sambandi sagan Dalakúturinn í fyrsta bindi af
þjóðsögum Jóns Ámasonar. Hér er að öllum líkindum ekki um framhald
fomrar trúar að ræða, heldur er Dalakúturinn afbrigði af alþjóða flökkusögn
e&dfabulat hinnar svonefndu Guntramsagnar, The Human Soul Free from the
Body, ML 400 í sagnaskrá Christiansens.
4.
í köflunum um nafngreinda galdramenn hefði doktorsefnið stundum getað
notfært sér betur rit annarra manna, t.d. grein eftir Terry Gunnell, ‘The retum
of Sæmundur. Origins and analogues’, í afmælisritinu til Jóns Hnefíls prófess-
ors og greinar Hallfreðar Amar Eiríkssonar um Magnús á Hörgslandi (í Arv
1979 og 1993). Þessar greinar hefðu líka getað bætt við skilning á hlutverki og
þýðingu flökkusagna. Gandreiðarsögumar hjá Jóni Ámasyni (sem fjallað er
um á bls. 293-294) em einnig fabulöt eða flökkusagnir enda em þær til í mjög
svipaðri mynd annars staðar, meðal annars á Skotlandi, og rétt hefði verið að
taka það fram fremur en að nefna þær „ævintýralegar frásagnir“ eins og
doktorsefnið gerir.
Svipað gildir um fleira. Til fabulata hefði til dæmis mátt telja margar þjóð-
sagnir seinni tíma um snakka eða tilbera (sem doktorsefni ræðir á bls. 289-
291). Að mínum dómi hefði átt að taka það skýrt fram að svo sé.
Nú má spyrja hversvegna ég tel þetta svona mikilvægt. Ástæðan er sú að
vegna þess að sagnir af þessu tagi vom svo oft sagðar og em svo eftirminni-
legar hafa þær orkað stórlega á hugmyndir og tilfinningalíf alþýðumanna. Þess
vegna hefur vemleikinn verið túlkaður samkvæmt sögnunum. Svo að dæmi sé
nefnt: þegar kýmar hættu að mjólka var fyrst hugsað til þess að hér væri tilberi
eða snakkur að verki. Kærendur, vitni og dómendur þekktu sömu sögumar, og
því gmndvölluðust ákæmr og yfirheyrslur þeirra á sama sjónarmiði.
Nýjustu rannsóknir þjóðfræðinga á galdramálum í Svíþjóð, meðal annars
bækur þeirra Jan og Bodil Wall Det ropades i skymningen og Hon var tagen
under jorden, sem doktorsefnið hefur ekki notað, gefa til kynna að einmitt