Gripla - 01.01.2001, Qupperneq 207
EINAR G. PÉTURSSON
ANDMÆLI EX AUDITORIO
Formáli
Við doktorsvörn Ólínu Þorvarðardóttur 3. júní vorið 2000 sá ég ástæðu til að taka til
máls úr sal, sem hefur verið mjög fátítt við Háskóla íslands. Ræða mín birtist hér næst-
um óbreytt, og er það í fyrsta sinn, eftir því sem mér er framast kunnugt, að slík and-
mæli birtast á prenti hérlendis.
I máli mínu einskorðaði ég mig við vinnubrögð og vísindalega þjálfun doktorsefn-
is, sem er verulega ábótavant. Lauk ég orðum mínum á dæmisögu um nauðsyn þess að
fara rétt með og hve afdrifaríkt getur orðið að fara ekki rétt með. Prentvilla, eitt auka
‘t’, varð grundvöllur kenningar, sem vitaskuld er ekki rétt að segja að hafi verið byggð
á sandi, heldur botnlausu kviksyndi.
Um vömina spunnust nokkur blaðaskrif, sem ég sá ekki ástæðu til að blanda mér í.
Fyrst birtist grein í Morgunhlaðinu 6. júní 2000 eftir Þröst Helgason og nefndist „Um
stafkrókaleyfishafa. Út á hvað ganga íslensk fræði eiginlega?“ Eins og nafnið bendir til
ræddi ÞH af lítilsvirðingu um stafkróka, fannst óþarfi að sýna nákvæmni í meðferð
heimilda og frágang texta, þ. e. virtist alls ekki skilja nauðsyn þess að fara rétt með.
Þess vegna er brýn ástæða til að endurtaka orð mín hér á eftir: Sá sem er ónákvæmur í
hinu smáa mun fyrr en varir sýna sig ónákvæman í stóru. Með öðrum orðum er lrkleg-
ast að í öllu verkinu birtist sama ónákvæmnin.
I sama dúr og ummæli Þrastar Helgasonar var nokkuð af grein sem ÓÞ birti í
Morgunblaðinu 2. júlí 2000, en þar er millifyrirsögn „Stafkrókafræði eða hugvísindi"
og þessu tvennu teflt fram sem andstæðum. Þar er um gmndvallarmisskilning að ræða,
þegar hún segir:
A meðan hugmyndasagan leitast að skoða tiltekið tré og staðsetningu þess í
skóginum, dvelur texta- og handritafræðin við það að telja og greina laufblöð
í limi.
Þessi samlíking er að mínum dómi fullkomlega röng, því að vinnubrögð heimildarýni
eru um margt sameiginleg handritafræði, þegar fjallað er aldur og skyldleika einstakra
handrita. Ef húsið er ekki á traustum grunni er hætta á að það hrynji. Fremur bæri að
lrkja hugmyndasögumanninum, sem ekkert skeytir um texta- og handritafræði, við
smið sem velur sér úr skóginum gamlar fúaspýtur fyrir máttarviði húss síns og skeytir
ekkert um hvað hann hefur í höndunum, hvemig smíðaefni hann hefur.
Það kom mér nokkuð á óvart, hve ÓÞ talaði af mikilli lítilsvirðingu um stafkróka.
Eins og síðar segir, þekki ég ekki dæmi þess annars staðar en hjá ÓÞ að skástrik séu
notuð til að tilgreina að stafir hafí verið leystir upp úr böndum. Með skástrikum sínum
hefur ÓÞ því verið með sjálfstætt framlag til stafkrókafræða.
Um orð þeirra ÓÞ og Þrastar Helgasonar er það að segja, að hvorugt nefndi megin-
atriði máls míns, þ. e. brýna nauðsyn þess að reyna eins og hægt er að fara rétt með.
Andmæli mín voru í grein Þrastar Helgasonar sögð vera fáheyrður atburður, „að
einn úr doktorsnefndinni ... kvaddi sér hljóðs". Undir þessi orð tók ÓÞ. Hún talar um