Gripla - 01.01.2001, Side 208
206
GRIPLA
málflutning „sjálfskipaðs andmælanda dr. Einars G. Péturssonar." Óvanalegt er að
kvartað sé undan slíku af þunga, því það er eins og verið sé að reyna að hefta málfrelsi
í landinu. Þar að auki er löng hefð fyrir því, að umræður séu við doktorsvamir og frem-
ur ástæða til að auka þær en minnka.
Andmæli
Það sætir nokkrum tíðindum við doktorsvöm hér í Háskóla íslands að einhver
taki til máls úr sal, upp á latínu ex auditorio.
Reyndar em fleiri tíðindi í dag, því að nú er í fyrsta skipti tekin til vamar
doktorsritgerð, sem unnin er sem liður í formlegu doktorsnámi. Slíkt nám vek-
ur óneitanlega ýmsar spumingar, sem ekki voru til, þegar enginn sérstakur
leiðbeinandi var til aðstoðar doktorsefni og var á vissan hátt ábyrgur fyrir rit-
gerðinni og framgangi hennar. Þetta hlýtur einnig að hafa í för með sér að
doktorsefnið er ekki eins sjálfstætt og ætlast jafnvel til að lagt sé mikið upp í
hendumar. Samt hlýtur sjálfstæði höfundar alltaf að vera mikilvægt atriði, því
að án þess er hætt við að frumleikinn geti orðið of lítill, leitin of lítil.
Eg var reyndar í doktorsnámsnefndinni, reyndi að leiðbeina doktorsefni
eftir bestu getu og kem ég að því síðar.
Hvað á doktorsritgerð að vera? Einhvem tíma heyrði ég sagt að doktors-
efni ætti að vita allt um eitthvert tiltekið efni, en spumingunni er svo svarað í
vinnureglum um doktorsnám í Heimspekideild, „að þær séu sjálfstætt framlag
til þekkingarsköpunar á fræðasviði sínu.“ Þessi orð hljóta að merkja að þar sé
þekkingarauki, en ekki endurskrif eldri rita og gamallar þekkingar, sem ekki
kafa dýpra í fræðin og þoka þeim ekki neitt teljandi fram. Ef slík endursuða
verður talin gild til doktorsprófs, þá væru það slakari kröfur en áður hafa verið
gerðar hér, einnig ætti að koma til greina að skilja þau próf frá eldri doktors-
prófum með öðrum titlum.
Ekki ætla ég að ræða um þekkingarsköpun og efnisafmörkun hvorki al-
mennt og yfirleitt né í verkinu Brennuöldin, heldur vil ég nú einskorða mig
við vinnubrögð og vísindalega þjálfun.
Háskóiar hljóta alltaf fyrst og fremst að reyna kenna stúdentum góð
vinnubrögð og vísindalega hugsun. Nauðsynlegt er hverjum fræðimanni að
hafa gott vit á heimildarýni í sinni grein. Það er grundvallarkrafa til fræðilegra
rita sem standa á sagnfræðilegum grunni, að þau séu unnin eftir frumheimild-
um eða þeim heimildum sem upphaflegastar finnast; að í aðdráttum efnis,
ályktunum af efninu og við samningu fræðilegs texta sé hvergi bilbugur á því,
að fylgt sé strangri reglu heimildarýninnar. Annars er ekki hægt að segja að um