Gripla - 01.01.2001, Síða 209
ANDMÆLARÆÐUR
207
vísindarit sé að ræða. Sú regla leiðir mann, sem e. t. v. hefur fyrir sér unga
heimild um eitthvert tiltekið atriði, til þess að spyrja jafnan: hvemig eða hvað-
an veit hún það? og reyna svo að finna heimildir að baki ungu heimildinni. Er
hún e. t. v. tekin orðrétt upp eða er ónákvæm endursögn eftir annarri varðveittri
heimild og eini munurinn er annað og yngra orðalag eða hreinar afbakanir?
Frumrit er alltaf réttara en uppskrift og hver endursögn eykur líkur á misskiln-
ingi. Þessi krafa um heimildarýni hlýtur að gilda við allar fræðilegar ritgerðir
í háskólum, en allra síst má vera bilbugur á kröfunni við doktorsritgerðir.
Sú ritsmíð sem hér er til umræðu í dag grundvallast að verulegu leyti á
heimildum um sögu 17. aldar. Þeir sem fást við rannsókn á málefnum 16. og
17. aldar lenda í verulegum erfíðleikum. Fram yfir siðaskipti er langmestur
hluti varðveittra heimilda prentaður í Islenzku fornbréfasafni, sem er nokkuð
tæmandi til 1570. Það ár byrja prentaðar Alþingisbækur til 1800, en annars er
takmarkað prentað af frumgögnum frá 17. öld. Útgáfu Fornbréfasafns hóf Jón
Sigurðsson forseti; sú útgáfa var liður í sjálfstæðisbaráttunni, en Jón Þorkels-
son þjóðskjalavörður hélt verkinu áfram. Til eru mikil drög frá báðum til
framhalds, því að þeir hugsuðu sér, að Fornbréfasafnið næði langt fram á 17.
öld. Sú hefur ekki enn orðið raunin. Getur því stundum verið mjög torvelt að
fínna einstök skjöl frá þeim tíma sem hér um ræðir, þótt margt, eins og t. d.
bréfabækur biskupa, sé fremur aðgengilegt. Útlendum fræðimönnum þykir að
vonum undarlegt að hér skuli vera vanræktar útgáfur fombréfa, en það er
sennilega af því að á sama tíma höfum vér íslendingar verið mjög uppteknir af
„að setja hlutina í evrópskt samhengi“.
Ein helsta sérrannsóknin á galdramálum 17. aldar er rit Ólafs Davíðssonar
Galdur og galdramál á Islandi, sem kom út 1940-43. í ritinu getur Ólafur
allra þeirra galdramála, sem hann hafði heimildir um. Hann samdi þetta rit í
Kaupmannahöfn og hafði þar stuðning af aðdráttum til fyrstu binda Forn-
bréfasafnsins en ekki aðgang að skjölum í Landsbókasafni eða Þjóðskjala-
safni. Ólafur lést áður en hann gekk frá ritgerð sinni og hefði sjálfur aldrei gef-
ið hana út í þeirri mynd sem hún birtist. Þess hefði því mátt vænta að ritgerð
sú, sem hér er til umfjöllunar yki verulega við rannsóknir í bók Óiafs, en það
hefur því miður ekki orðið raunin.
Eins og áður gat var ég í doktorsnámsnefnd um þessa ritgerð og þegar ég
fyrst fékk í hendur uppkast hennar í mars 1998 varð ég mjög undrandi, því að
vinnubrögðin þóttu mér með miklum ólíkindum.
Samt var ekki annað að sjá af fyrri frammistöðu doktorsefnis en vinnu-
brögð ættu að vera í lagi. Ágæt frammistaða var m. a. í námsskeiði með heit-
inu „Rannsóknaaðferðir og ritgerðasmíð". Sem dæmi úr uppkastinu má nefna