Gripla - 01.01.2001, Side 210
208
GRIPLA
að þar var farið af nákvæmni í öll handrit, sem Bjami Einarsson lét prenta í
Munnmælasögum 17. aldar. I heild verður að segja að lítið kapp hafi verið
lagt á að fara í frumheimildir eða meta gildi heimilda, en mikið tekið upp úr
handbókum. Það er ekki „sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar“, enda er
efni handbóka yfirleitt ekki heldur sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar.
Vissulega hefur ritgerðin tekið umtalsverðum framfömm, en ekki nægum að
mínum dómi og því stend ég hér nú.
Ástæðan getur ekki verið önnur en sú að eitthvað verulega alvarlegt hljóti
að vera að kennslu í vinnubrögðum í námi til lokaprófs í íslensku og þá munu
menn spyrja: Á gagnrýni af þessu tæi heima hér, ætti ekki að beina þessu til
heimspekideildar en ekki til doktorsefnis? Því er til að svara að á þau atriði,
sem hér verða nefnd, hef ég bent doktorsefni, en þeim hefur ekki verið sinnt.
Þess vegna er ég ekki að hengja bakara fyrir smið og næsta auðvelt væri að
tala miklu lengur en hér verður gert.
Telja má víst að í kandidatsnámi hefði átt að vera kennt að ganga af nokk-
urri nákvæmni frá heimildaskrá. I bókinni Brennuöldin hefur gengið illa að
koma henni í lag. Varla er hún enn í nógu góðu lagi, t. d. þar sem sagt er, að
Þórður Tómasson í Skógum hafi gefið út „Eyfirskar sagnir“, en þar á vera Ey-
fellskar. Undir eitt eru sett Eddukvæói og Snorra-Edda. Verst er þó að fyrir
kemur að ártöl eru röng í texta bókarinnar, þótt rétt séu í heimildaskrá (s. 419
stendur réttilega Þorsteinn M. Jónsson 1957 en á 386 er ártalið 1947) og (s.
402 stendur réttilega Grímur Thomsen 1969 en á s. 220 er ártalið 1964). Gagn-
legt er það að við ritgerðina hafa verið settar atriðisorðaskrá og nafnaskrá, en
slæmt þykir mér að sjá þar að Eggert ríki Bjömsson á Skarði, hálfbróðir Páls
í Selárdal, er gerður að tveimur mönnum og er annar Eggert sýslumaður
Magnússon. Þessi Eggert Bjömsson er á s. 137 sagður Bjamason.
í upphafi ritgerðarinnar er frá því greint hvers vegna Alþingisbækur em
næstum eingöngu notaðar sem heimild, en ekki leitað skipulega í öðrum sam-
tímaheimildum. Slikt hefði þó bætt miklu við þekkinguna, því að alþingis-
dómar hafa næstum allir verið notaðir en aðrar heimildir minna. Samt er sagt
(s. 14) að farið hafi verið vandlega í nokkur mál.
Eitt þeirra óprentuðu rita, sem doktorsnámsnefndin benti doktorsefni á
voru bréfabækur Þórðar biskups Þorlákssonar, sem Olafur Davíðsson hafði
ekki aðgang að. Ekki fór doktorsefni eftir þeirri bendingu og sagði orðrétt:
„fann ekkert „nýtt“ í þeim.“ Rétt skal vera rétt. Þegar fyrsta bindi bréfabóka
Þórðar biskups er skoðað kemur í ljós, að Þórður Guðmundsson sem dæmdur
var til húðláts á Alþingi 1678 var einn þeirra skólapilta, sem vísað hafði verið