Gripla - 01.01.2001, Síða 211
ANDMÆLARÆÐUR
209
úr skóla vorið áður; hann var gikkurinn í veiðistöðinni og mál hans kom fyrir
dómstóla.
Nú vill svo til að í bréfabókum Þórðar biskups er einnig á mörgum stöðum
komið að málum Áma Loftssonar, sem í ritsmíðinni eru meðal þeirra mála
sem sérlega er farið í saumana á. Þar má nefna að í bréfi Þórðar biskups til
séra Þorleifs Jónssonar prófasts skrifuðu fyrir prestastefnu í Hvammi í Dölum
stendur: „Skrif s Áma sýnest sumstaðar heldur gróft og ómjúkt stflað vera, og
ei heldur allstaðar við koma hans máli“. Einnig er meira um mál Áma í Presta-
stefnubók Þórðar biskups. Virðist af þessu ljóst, að betur hefði mátt fara í
saumana á þessu máli en doktorsefni gerir í sérkaflanum.
Á s. 336 er mér þakkað fyrir að hafa bent á héraðsdóma í skjölum jarða-
bókamefndarinnar í AM 445 fol, og er handritið notað á nokkrum stöðum, m.
a. á s. 172. Ég bar tilvitnuna saman við handrit og virðist mér þar sem víða
annars staðar að nokkuð mikil ónákvæmni sé í meðferð sérhljóðatákna og er
þá tillit tekið til reglna um meðferð þeirra á s. 422. Stafir leystir upp úr bönd-
um eru innan skástrika, en ekki þekki ég fyrirmyndir að slíkri notkun ská-
strika. Þess má geta að skástrikin vantar á s. 172 og eru sett af ónákvæmni
annars staðar (á s. 385). Á s. 172 er ekki rétt tilvísun í blaðatal í handritinu 445
og á sömu opnu eru auk þess þrjár klausur úr sömu bókinni, en tilvísanir til
hennar em hafðar með tvennu móti. Of mikið er um slíka ónákvæmni, t. d. er
á s. 360 getið máls Jóns Pálssonar úr Strandasýslu árið 1676 og vitnað í
Skarösárannál um að hann hafi dáið áður en til refsingar kom. Hér er nokkur
tímaskekkja, því að Jón Pálsson, sem í annálnum er nefndur, var dæmdur fyrir
blóðskömm 1636 og er allt annar Jón Pálsson en sá sem dæmdur var fyrir
galdra 40 árum síðar.
Áður var hér minnst á, að þægilegra væri nú að fást við rannsóknir á
galdramálum 17. aldar ef fombréfaútgáfu hefði verið haldið áfram, því að þá
lægju skjölin fyrir prentuð. En í þeirri bók sem hér er til umræðu er ekki alltaf
hirt um að hagnýta sér slíkt hagræði sem textaútgáfur eru, jafnvel þótt til séu
aðgengilegar. Á mál séra Odds Þorsteinssonar í Tröllatungu er minnst í bók
Ólafs Davíðssonar, Galdur og galdramál, og vitnað í dóm um málið frá 1554.
Ólafur notaði handritið ÍB 126 4to, sem var skrifað um 1835—40, því að hann
hafði ekki annað. Þetta handrit er uppskrift á handritinu Lbs 115 4to, sem er
um það bil öld eldra. f útgáfu Fornbréfasafnsins er prentað eftir handriti frá
því um 1600 og nefnd tvö handrit önnur frá 17. öld, en fyrstnefnda handritið
frá 1835-40 er ekki nefnt. í þeirri bók sem hér er til umræðu eru á s. 385 tvær
stafréttar tilvitnanir í þennan dóm og skyldi maður nú halda að þar mundi að