Gripla - 01.01.2001, Side 212
210
GRIPLA
sjálfsögðu vitnað í útgáfuna í Fornbréfasafni, en það er ekki gert heldur er í
fyrri tilvitnuninni vitnað í handritið 115 frá 18. öld, en í þeirri seinni í upp-
skrift þess frá 1835—40. Noti fræðimaður svo ung handrit, þegar mörg gömul
eru til, hlýtur hann að hafa einhverja þungvæga ástæðu til og rökstyðja hana
með handritasamanburði. Það liggur í augum uppi og þarf vart að ræða, að
uppskrift frá 19. öld er nær undantekningarlaust gagnslaus, ef sami texti er til
í handriti frá 1600. Nú þýðir ekkert að segja þetta er handritafræði, sem ekki
er til umræðu, því að þetta geta ekki talist eðlileg vinnubrögð svo hógværlega
sé að orði komist.
Hér munu ýmsir koma til með að spyrja, hvaða ástæða er til að vera svona
eftirgangsamur um smáatriði, skiptir nákvæmni nokkru máli? Þegar þannig er
spurt, svara ég vanalega, að sá sem sé ónákvæmur í smáu, muni fyrr en varir
sýna sig ótraustan t stóru, og segi eftirfarandi sögu:
Fyrir mörgum árum var ég að lesa prófarkir að 1. bindi Griplu og þar er
grein eftir Davíð Erlingsson, sem heitir „Illuga saga og Illuga dans“. Eins og
er um fleira, þá er sagan til á Islandi en dansinn í Færeyjum, og oftast er svo
talið, að dans hafi verið orktur eftir sögu. I texta sögunnar prentuðum fann
Davíð samt merki um færeysku, sem gætu bent til þess að sagan væri samin
eftir dansinum. Þar var greinirinn „hitt“ í sambandinu „hitt ógrliga sax“ á
tveimur stöðum, sem er rétt færeyska. Þegar þessi staður í sögunni var borinn
saman við handrit, kom í ljós að um prentvillu er að ræða, og á þeirri prent-
villu ásamt öðru hafði verið reist fræðileg tilgáta — kenning. Sýnir þessi saga
hve nauðsynlegt er að fara rétt með.
Einar G. Pétursson
Stofnun Arna Magnússonar á Islandi
Arnagarði við Suðurgötu
101 Reykjavík
egp@am.hi.is