Gripla - 01.01.2001, Page 215
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
213
Aðkoma andmælenda að doktorsritgerðinni
Áður en lengra er haldið er rétt að rifja hér upp aðkomu þeirra Sverris og Einars
að doktorsritgerð minni á meðan hún var í vinnslu. Er það gert til þess að skýra
samhengi málsins fyrir lesendum sem og vinnuaðferðir þeirra starfsbræðra.
Sverrir Tómasson var einn þeirra manna sem ég leitaði persónulegrar ráð-
gjafar hjá, á meðan ég sat við skriftir. Árið 1998 sýndi ég honum í trúnaði
handrit að uppkasti ritgerðarinnar og bað hann gagnrýna. Tók hann erindinu
vel, las handritið og tók afstöðu til ýmissa atriða sem hann gaf mér gagnlegar
ábendingar um, meðal annars varðandi heimildaskrá. Rúmu ári síðar var hann
skipaður í dómnefnd og urðu þá skjót umskipti á háttemi hans öllu. Er síst of-
mælt að ræða hans við doktorsvömina hafi komið eins og þruma úr heiðskíru
lofti, og var nú ýmislegt í ritinu orðið tilefni digurmæla sem ekki var það áður.
Málflutningur andmælandans dæmir sig vitanlega sjálfur, en hér aftar verður
þó tekið á þeim efnisatriðum sem óhjákvæmilegt er að svara, þó ekki væri til
annars en að gefa lesendum kost á að fella eigin dóm um það hversu farsælt
það er fyrir fræðaumræðuna að skjóta flugur með fallbyssum.
Ræða dr. Einars G. Péturssonar við dokorsvöm mína sætti nokkmm tíðind-
um þar eð hann reis upp úr sal sem sjálfskipaður andmælandi. Raunar eru and-
mæli ex auditorio ekki óþekkt fyrirbæri við doktorsvamir, hvorki hérlendis né
erlendis. Hinsvegar er óvenjulegt að maður sem setið hefur í doktorsnefnd
skuli kveðja sér hljóðs til að andmæla sömu doktorsritgerð frammi fyrir há-
skólasamfélaginu; þeim aðilum sem hafa treyst honum til þess verks að vera
doktorsefninu til ráðuneytis á vinnsluferli ritgerðarinnar.
Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum er fyrsta
doktorsritgerðin sem tekin er til vamar við heimspekideild Háskóla Islands
sem lokaáfangi formlegs doktorsnáms, eftir að það var tekið upp við deildina
haustið 1991.
Slíkt nám vekur óneitanlega ýmsar spumingar, sem ekki vom til, þegar
enginn sérstakur leiðbeinandi var til aðstoðar doktorsefni og er á vissan
hátt ábyrgur fyrir ritgerðinni og framgangi hennar
segir Einar í upphafi síns máls, og veltir því síðan fyrir sér hvort ekki komi til
greina „að skilja þau próf frá eldri doktorsprófum með öðrum titlum". Þetta er
vissulega athugunarefni, því skiljanlega hljóta doktorsritgerðir sem unnar eru
undir leiðsögn og með tilstyrk sérfræðinga að vera meiri slægur fyrir fræða-