Gripla - 01.01.2001, Page 219
SVOR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
217
sagnir I—III. Reykjavík“ (ÓÞ 2000:396). Eins og andmælandi bendir á kom
fyrsta bindið út á Isafirði, en hin tvö í Reykjavík þar sem fyrsta bindið var síð-
ar gefið út og nákvæmast hefði verið að sértaka frumútgáfu fyrsta bindis. Hér
villti um fyrir undirritaðri hvemig ritið er skráð í Gegni, bókaskrá Landsbóka-
safns. Það fór þó ekki fram hjá haukfránum augum andmælandans.
Hinsvegar bregðast amsjónir Sverris Tómassonar þegar kemur að athuga-
semd varðandi uppsetningu heimildaskrárinnar. I því efni gagnrýnir hann að
þar skuli vera „verk sem með réttu hefðu átt að vera í handritaskrá, eins og t.d.
Ævir lærðra manna eftir Hannes Þorsteinsson“. Hér hefði andmælandinn mátt
lesa betur, því ef flett er upp í handritaskránni má glöggt sjá „ÞI Hannes Þor-
steinsson, Æfir lærðra manna“ ásamt tilvísunartákni [ÞI HÞ Æfir] (ÓÞ 2000:
395). I aðalheimildaskránni er hinsvegar að finna millitilvísun í Hannes Þor-
steinsson, fyrir þá sem vilja leita eftir stafrófsröð nafna. Slíkar millitilvísanir
eru fyrst og fremst til hægðarauka fyrir lesendur sem ekki em fæddir með þá
vitneskju til dæmis að „ÞÍ HÞ Æfir“ standi fyrir Hannes Þorsteinsson: Æfir
lærðra manna, eða að Annál Magnúsar Magnússonar sé að finna í Safni til
sögu Islands IV, svo annað dæmi sé tekið.
Prentvillur í heimildaskrá
Fullyrt er í ræðu 1. andmælanda að heimildaskrá sé „morandi í prentvillum,
bæði í titlum, innlendum sem erlendum“. Gaumgæfilegur yfirlestur á heim-
ildaskránni hefur leitt í ljós eftirfarandi hnökra: A einum stað vantar skáletur á
titil, á einum stað em röng línuskipti, tvisvar má greina tvöfalt bil milli orða
og þrisvar sinnum birtist þankastrik í stað þriggja punkta á styttum titli. Heim-
ildaskráin sem er 25 blaðsíður telur ríflega 720 titla, og læt ég Iesendum eftir
að meta hvort yfirlýsing andmælandans um prentvillumorið fær staðist.
Samræmi í enskum ritatitlum
Sverrir Tómasson fullyrðir að „ekkert samræmi" sé í „upptekningu titla á ensk-
um ritum og ritgerðum“ þar sem sé „ýmist stór eða lítill stafur“. Því er til að
svara að enskir titlar í heimildaskrá em teknir upp eins og þeir standa á titilsíð-
um bóka. A þessu er ein undantekning og er það yfirsjón. Sú regla gildir í
enskum titlum að í aðaltitli eru hástafir í upphafi nafnorða, en því er misjafn-
lega farið í undirtitlum. Dæmi um þetta er ritgerð Einars Pálssonar í sérprenti