Gripla - 01.01.2001, Page 220
218
GRIPLA
Mímis 1993 þar sem titillinn skráður þannig: Pythagoras and Early Icelandic
Law. A lecture given at the sixteenth World Congress ofthe Iriternational Asso-
ciationfor Philosophy ofLaw and Social Philosophy. Þessi ritháttur heldur sér í
heimildaskrá. Annað hreinna dæmi er rit Alans MacFarlanes sem er þannig á
hans eigin titilsíðu: Witchcraft in Titdor and Stuart England. A regional and com-
parativestudy ..., — þ.e.a.s. hástafireru hafðir í upphafi orða í aðaltitli, en ekki
í undirtitli, og er sá ritháttur tekinn upp í heimildaskrá Brennualdar. Þessi stað-
reynd hefur villt andmælanda sýn og leitt hann út á slóðir ofyrða um þetta efni.
Af ofansögðu má ljóst vera að Sverrir Tómasson færir heldur veigalitlar
stoðir undir þá fullyrðingu sína að í heimildaskrá ritsins séu „brotnar flestar
þær reglur sem þegar eru kenndar nemendum á fyrstu stigum háskólanáms".
Þau orð eru ekki svaraverð, því það blasir við hverjum óblindum manni að upp-
setning heimildaskrárinnar er í samræmi við hefðbundinn frágang heimilda-
skráa í hugvísindaritum eins og hver og einn getur kynnt sér sem hefur slfk rit
við höndina. Er enda óhugsandi að heimspekideild hefði tekið ritið til vamar,
hvað þá að það hefði verið samþykkt sem doktorsrit, ef svo hefði ekki verið.
Orð og gerðir andmælandans stangast hér á, því hann samþykkir með eigin
undirskrift þann gjöming heimspekideildar að sæma mig „hæstum heiðri í
heimspekilegum vísindum“, eins og doktorsgráðan er skilgreind í því skjali,
og þetta gerir hann þvert á eigin stóryrði.
Efnistök og „þekking “
Það má kallast vel sloppið, eftir allt sem á undan er gengið, að 1. andmælandi
skuli komast að þeirri niðurstöðu að meðferð heimilda sé „viðunandi“ í ritinu
sjálfu. Engu að síður efast andmælandi um að ég hafi lesið tvær greinar um ís-
lenska þjóðfræði frá síðustu árum, af því hann finnur hvoruga í heimildaskrá.
Greinamar em mér vel kunnar sem og flestum íslensku- og þjóðfræðingum.
Báðar hefðu þær að ósekju mátt standa í heimildaskrá, þó að við hvoruga
þeirra hafi verið stuðst. Samantekt Gísla Sigurðssonar um þjóðsögur í Is-
lenskri bókmenntasögu III er yfirlitsgrein um þjóðsagnaskráningu og þjóð-
fræðastarf fram á okkar daga, unnin upp úr heimildum sem velflestar er að
finna í heimildaskrá Brennualdar. Bætir hún litlu við það sem þjóðfræðinemar
hafa kynnst í almennu B A-námi og má m.a. lesa í greinum Jóns Hnefds Aðal-
steinssonar í íslenskri þjóðmenningu V og VI (1988 og 1989). Hitt má til sanns-
vegar færa að grein Viðars Hreinsssonar „Tvær heimsmyndir á 17. öld“ sem
birtist í Guðamjöður og arnarleir 1996 hefði mátt taka inn í umræðu ritgerðar-