Gripla - 01.01.2001, Síða 222
220
GRIPLA
ómaksins vert að kanna Character bestiæ — og í því sambandi hefði
mátt bera það málfar saman við dóma og röksemdafærslu ... með öðr-
um orðum sagt, hvemig koma dómsorð heim og saman við hugmynda-
fræði Nomahamarsins eða rit Páls í Selárdal?
Þetta er athygli vert svo langt sem það nær. Ég skil orð andmælanda svo, að
hann telji ómaksins vert að greina sérstaklega orðræðu Characters bestiæ (því
varla heldur hann að það rit hafi verið ókannaö í rannsókninni) með hliðsjón
af galdradómum. Orðræða beggja heimildaflokka blasir þó við í Brennuöld-
inni eins og lesendur geta séð ef þeir fletta upp í viðaukum bókarinnar og líta
á málfar og hugmyndafræði þeirra 134ra dóma sem þar eru birtir (ÓÞ 2000:
337-391). Umfjöllun verksins um þjóðsögur og munnmæli frá ýmsum tímum
býður sömuleiðis upp á handhægan samanburð á ólíkri orðræðu, enda er sú
umræða til staðar í ritinu (ÓÞ 2000:18, 64, 189, 219, 320 o.v.).
Um útbreiðslu lærðra rita á sautjándu öld er fátt að segja þar sem það efni hef-
ur ekki verið rannsakað, þó að vert væri. Er ástæðulaust að ætla annað en að lærð-
ar bækur hafi gengið innan tiltölulega þröngs hrings lesinna manna á íslandi, án
þess þó að sú miðlun hafi einskorðast við klerklærða eingöngu. Ljóst er af orðalagi
dóma og réttarskjala að orðræða stjómsýslunnar er undir áhrifum af kirkjulegum
áróðri um vald djöfulsins í veröldinni og vélar hans, eins og bent hefur verið á.3
Andinælandi telur að vert hefði verið að
kanna hvort hugmyndin um að kvennahópur ríði loft og lög þekkist í
íslenskum heimildum áður en Nomahamarinn kemst undir koddann
hjá merkisklerkum hér á landi á 17. öld.
Kramer sem þó er mun eldra (Köln 1486). Nomahamarinn var hinsvegar óumdeilt höfuðrit
djöflafræðinga á fímmtándu og fram á sautjándu öld, og verður ekki betur séð en að önnur
djöflafræðirit hafi stuðst við orðræðu og kenningar þeirra Sprengers og Kramers. Þau
„tcngsl" sem menn þykjast sjá við önnur og yngri rit en Nornahamarinn eru m.ö.o. afleidd, og
því tilgangslítið að fjölyrða um þau. Vert er að nefna að hvorugt ritið er að fínna í bókaskrá
Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti (Jón Helgason 1948:116-122). Hinsvegar var
Nornahamarinn í bókakosti guðfræðistúdenta í Kaupmannahöfn, líkt og önnur djöflafræðirit.
Vangaveltur um áhrif yngri rita á lærða menn hér á landi em því órökstuddar getgátur.
3 Ólína Þorvarðardóttir 2000:216-18, 219, 311, 320-22; ennfremur sama rit 18-26; 64 og 189.
Handritasöfnun og fomfræðastarf sautjándu aldar beindist einkum að fombókmenntum en
hafði að sjálfsögðu engin áhrif á útgáfu guðsorðabóka auk þess sem hún raskaði lítt þeim al-
þýðumenntum sem ætla má af rímnakveðskap, munnmælum, annálum og galdrakverum að
menn hafi haft um hönd. Sjá einnig um þetta Viðar Hreinsson 1996:159.