Gripla - 01.01.2001, Page 223
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
221
Þetta atriði þarf raunar lítillar könnunar við. Kveldriður, túnriður, valkyrjur og
hamhleypur eru þekktar úr fornbókmenntum okkar, eins og fram kemur í
doktorsritgerð minni.4 Sömu hugmyndir eru þekktar í Evrópu frá því á tíundu
öld og jafnvel fyrr. Þær birtast m.a. í frásögn Canon Episcopi af loftreiðum
Díönu og Herdísar, eins og tíundað er í Brehnuöldinni (bls. 27-28). Athuga-
semd andmælandans um þetta efni er því óþörf, og dregur ekki fram rétta
mynd af umræðu ritsins um þetta efni. Þar á ofan tel ég full mikið sagt að
Nornahamarinn hafi komist „undir koddann hjá merkisklerkum hér á landi á
17. öld“ eins og andmælandi fullyrðir, þó að sýnt hafi verið fram á að þeir
þekktu innihald hans, sumir hverjir (sbr. 2. nmgr. hér að framan).
Hugtakanotkun
Umfjöllun andmælandans um skilgreiningar hugtaka og fræðileg efnistök þar
að lútandi bera vott um vanþekkingu á þeirri fræðahefð sem ríkir innan þjóð-
fræða. Hann kemur því skakkur inn á þann umræðuvettvang — af merkilegu
sjálfsöryggi þó. Sverrir áttar sig t.a.m. ekki á þeirri áherslu sem þjóðfræðingar
um allan heim leggja á mikilvægi þess að virða tungutak hvers tíma og nota
ekki hugtök frá seinni tímum yfir fyrri tíðar fyrirbæri sem eiga sér gildishlaðin
heiti. Vandaðir fræðimenn á borð við Merete Birkelund, myndu til dæmis ekki
láta sér til hugar koma að nota hugtökin heks eða hekseri yfir þá fjölkynngis-
iðju sem tíðkaðist í Danmörku fyrir 1686, þar eð orðin koma ekki fyrir í sam-
tímaheimildum fyrr en þá (Birkelund 1983:32). Sama gengur mér til með því
að nota ekki hugtökin svartur galdur og hvítur yfir galdraiðju sautjándu aldar,
þar eð hvítigaldur og svartigaldur virðast ekki hafa verið til í íslensku máli á
þeim tíma sem til umfjöllunar er, og verða því ekki notuð nema yftr þær gerðir
galdurs sem falla að evrópskri kirkjuhugmyndafræði. Verður enda að gera
greinarmun á þeim góðgöldrum sem t.d. eru nefndir í Grógaldri (er. 5-14) og
helgikuklinu sem jafnvel kirkjunnar menn notuðust við síðar. Viðlíka greinar-
mun þarf að gera á svartagaldri og fordæðuskap þar sem annað tilheyrir
kirkjuhefðinni en hitt á sér dýpri rætur í þjóðlegri hefð.5 I þessu sambandi
hefði Sverrir mátt íhuga og lesa betur það sem um þetta segir í Brennuöldinni:
4 Ólína Þorvarðardóttir 2000:226-40 (þó einkum 235-237) og 293-94.
5 Sjá ennfremur hvemig um þetta er fjallað í Brennuöldinni (Ólína Þorvarðardóttir 2000:117).