Gripla - 01.01.2001, Page 224
222
GRIPLA
Hliðstæða góðgaldranna, og nánast samheiti við þá, er hinn svokallaði
hvítigaldur sem unninn var í góðu skyni, jafnvel með aðstoð helgra
gripa, vígðs vatns, særingarbæna og guðsorða, eins og dæmi eru um er-
lendis frá. Hugtakið hefur þannig kirkjulega tilvísun (enda amaðist kirkj-
an ekki við hvítagaldri fram eftir öldum) og er komið inn í málið sem
þýðing úr erlendum málum (E: white magic), þar sem það er allgamalt
að því er virðist. Hér á landi er þetta litgreiningarorðalag galdursins
hinsvegar ungt, enda hef ég ekki enn rekist á hvorki hvíta- né svarta-
galdur í íslenskum 17du aldar heimildum, þaðan af síður í fombók-
menntum. 1 Nýja annál frá 1407 er þó talað um „svartkvonstir“ í sam-
bandi við galdrabrennu á Grænlandi (Ólína Þorvarðardóttir 2000:23).
Inn í þessa umræðu um tímatengda hugtakanoktun hefur tvinnast önnur
vangavelta um aðgreiningu trúar og galdurs, eins og fram kemur f riti mínu:
Bent hefur verið á að andstætt trúmanninum sem lýtur guði sínum í til-
beiðslu og biður um náð taki galdramaðurinn valdið í sínar hendur, beygi
yfirskilvitleg öfl til hlýðni við sig og vilja sinn. Sú aðgreining kemur fylli-
lega heim og saman við þjóðlega galdraiðju þar sem völvan, seiðskrattinn
eða fordæðan em þau sem valdið hafa. Öðm máli gegnir um nomina. Á
meðan fordæðan skipar fyrir er það nomin sem hlýðir; hún lýtur valdi
yfirboðara síns, þjónar og tilbiður. Nomin er því trúmaður í þeim
skilningi sem hér er lagður í það orð (Ólína Þorvarðardóttir 2000:25-26).
Sá greinarmunur sem gerður er á kirkju og þjóð í þessu sambandi lýtur einmitt
að þessum mun, þar sem þjóðin stendur fyrir hina ólærðu alþýðu og aldagamla
menningarhefð andspænis innleiddri hugmyndafræði af kirkjulegum toga.
Taflan sem andmælandi vísar til á bls. 24 skipar hugtökunum inn í þetta sam-
hengi — en eins og allar töflur, er hún að sjálfsögðu einföldun, sett ffam til að
sýna með skematískum hætti það sem rætt er nánar í textanum.
Yfirsjónir andmælanda og hálfkveðnar vísur
Sverrir Tómasson fer með hálfkveðnar vísur þegar hann víkur máli sínu að
skikkan Odds biskups Einarssonar sem birt var á prestastefnu að Kýraugastöð-
um 1592 og vitnað er til í doktorsritgerð minni.6 Mikilvægi heimildarinnar fer
6
Lbs 101 4to bls. 144 og innskot af spássíu bls. 122; sbr. Ólína Þorvarðardóttir 2000:88.