Gripla - 01.01.2001, Page 225
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
223
ekki framhjá andmælandanum; honum er ljóst að hún varpar ljósi á hugarfar
lærðra manna undir lok sextándu og við upphaf sautjándu aldar. Hann tekur þó
þann undarlega krók á leið sína að draga í efa að umrædd orð hafi „hrotið úr
penna Odds Einarssonar“ án þess að færa fyrir því rök; segir að ef svo sé, þá
mun hér vera „komin marktæk heimild um álit hans á þvflíku atferli og mætti
ætla að hún segði eitthvað um hugarfar samtíðarmanna hans“. Þetta stílbragð
andmælandans er víðar að finna í hans máli. Það sem á eftir fylgir um þetta
efni er auk þess rökleysa — eða hártoganir — sem þarflaust er að ræða nánar,
enda bið ég lesendur að kynna sér einfaldlega það sem um þetta efni er sagt í
doktorsriti mínu á tilvitnuðum stað.
En það er ekki nóg með að andmælandinn tali í hálfkveðnum, vísum —
honum verða einnig á yfirsjónir sem ósjálfrátt leiða hugann að hans eigin full-
yrðingum um
brot á flestum þeim reglum sem þegar eru kenndar nemendum á fyrstu
stigum háskólanáms og ætlast er til að þeir fylgi þegar fram í sækir.
Þegar hefur verið minnst á staðleysur í máli hans varðandi heimildaskrána.
Aftur verður honum fótaskortur þegar talið berst að Dómabók Þorleifs Korts-
sonar. Hann segir:
Neðanmáls á bls. 103 nefnir hún [Ólína] að enn sé til dómabók Þorleifs
[Kortssonar] í Þjóðskjalasafni en hefur þau orð um að hún hafi ekki séð
ástæðu til að kaima hana, enda segi hún fátt um yfirheyrslur hans og
framgöngu í galdramálum. Hér tel ég að hún hefði getað fengið ein-
hverja vitneskju um hversu vel Þorleifur var að sér í lögum og það
hefði getað varpað einhverju ljósi á dóma hans í galdramálum. (Innskot
og leturbr. ÓÞ)
Þessi orð em óskiljanleg í ljósi þess hvemig dómabókin er notuð og rædd í riti
mínu. Er skemmst frá því að segja að dómabókin er notuð þar í þaula og til
hennar vitnað a.m.k. tólf sinnum.7 Til dæmis segir á tilvitnuðum stað:
Dómabók Þorleifs er varðveitt í Þjóðskjalasafni (ÞÍ Skjs Öx Þorl Kort).
Hún hefur að geyma embættisfærslur hans á tilteknu tímabili (1670-
78) en segir fátt um yfirheyrslur hans og framgöngu í galdramálunum
7 Ólína Þorvarðardóttir 2000, !03, 109, 166, 336, 353, 357, 358, 362, 364.