Gripla - 01.01.2001, Page 226
224
GRIPLA
sjálfum. Hversu trúr Þorleifur hefur verið gildandi lögum í embættis-
færslu sinni og dómsuppkvaðningum er rannsóknarefni sem ekki heyr-
ir undir svið þessarar umfjöllunar, en væri athugunarefni fyrir áhuga-
menn um réttarsögu. Að minnsta kosti er vitað að hann sá ekki ástæðu
til þess að fara með alla brennudóma til þings, þótt svo bæri að gera ...
(Ólína Þorvarðardóttir 2000:103, nmgr. 151 — leturbr. hér)
Hér er m.ö.o. verið að greina lesendum frá innihaldi þessarar heimildar, segja
frá því að hún gefi fáar upplýsingar aðrar en innfærslu dóma, og að hún spanni
einungis átta ára tímabil (síðustu átta árin í embættistíð Þorleifs). Hér er ekki
vikið einu orði að því að bókin hafi ekki verið „könnuð“ — þvert á móti. I
greinargerð fyrir heimildanotkun í viðaukum kemur auk þess fram að umrædd
dómabók er ein þeirra heimilda sem liggur til grundvallar umfjölluninni um
galdradóma sautjándu aldar, en þeir eru raunar allir birtir eftir ýmsum heimild-
um í riti mínu (ÓÞ 2000:336-391). Vert er að árétta að frægustu dóma Þorleifs
Kortssonar er ekki að finna í dómabók hans.
Nokkuð löngu máli eyðir andmælandi í það að ræða hugarheim Jóns Guð-
mundssonar lærða og telur að undirrituð hefði mátt kanna fleiri heimildir en
þó er gert. Nefnir hann í því sambandi handritið „Sth papp 64 fol“ í Konung-
lega bókasafninu í Stokkhólmi. Hann hefði þó ekki þurft annað en að skoða
handritaskrána til þess að sjá þetta gagn í hópi heimilda ritsins (ÓÞ 2000:395).
Hitt er annað mál að ekki þótti ástæða til þess að fara út í sértækan samanburð
á þessu handriti og endursögn dómabóka, enda má spyrja um tilganginn með
því. Andmælandi svarar því ekki heldur hvað það hefði átt að þýða. í umfjöll-
un ritsins kemur glöggt fram að lærðir menn, innan lands sem utan, leituðu
eftir sértækri þekkingu Jóns lærða, þ.á.m. Brynjólfur biskup Sveinsson og Ole
Worm (ÓÞ 2000:96-97). Engin dul er dregin á það í Brennuöldinni að Jón
Guðmundsson lærði var sérstæður, sjálfmenntaður alþýðumaður sem skar sig
úr hópi alþýðumanna á hans tíð, en naut þó aldrei almennrar viðurkenningar
sem lesinn maður, því hann lifði „á þeirri öld, sem spillti upplagi hans og
hæfileikum“ eins og bent hefur verið á.8
Ekki tel ég mig færa um að svara órökstuddum getgátum andmælandans
um að tiltekin galdrakver (Bót eður viðsjá og Skálholtsskræða) hafi verið ólík-
leg til þess að ná útbreiðslu á Islandi — um þetta vitum við ekkert. Hinsveg-
ar getum við borið saman safn ýmissa galdrablaða og dregið af því ályktanir
8 Páll Eggert Ólason 1942:263; sjá ennfremur sérstaka umfjöllun um ævi og störf Jóns lærða
(Ólína Þorvarðardóttir 2000:92-98).