Gripla - 01.01.2001, Page 231
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
229
Þróun galdrasagna og vitnisburður þeirra
Ég tel að umræða mín um heimildagildi sagnasafns Jóns Ámasonar lúti ein-
mitt að því að gera sér grein fyrir og meta veikleika þess og styrk. Víst er að
við eigum Jóni og samstarfsmönnum hans mikið að þakka. Þær þakkir mega
þó ekki bera heimildarýnina ofurliði, eins og ég hef áður bent á.12
Þessu tengd er sú athugasemd andmælanda að hugsanlega hafi ég miklað
fyrir mér „muninn á munnmælasögum um galdur og galdramenn á Islandi á
17du öld og 19du öld“ og vísar til þess að sumar sagnimar um Sæmund fróða
hafi verið „svo að segja eins“ á 17du öld, þegar Árni Magnússon skrifaði þær
upp, og í munnmælum 19du aldar. Þetta er raunar ekki allskostar rétt. Sögum-
ar af Sæmundi tóku nokkrum breytingum í aldanna rás, eins og sjá má þegar
síðari tíma sagnir af Sæmundi eru bomar saman við þær sögur sem Ámi
Magnússon skráði á sínum tíma. Um þetta hefur verið fjallað áður, m.a. af
Einari Ólafi Sveinssyni sem sýnir raunar fram á að ýmsar nítjándu aldar
galdrasögur séu fomlegri en sögur sem skráðar voru á þeirri sautjándu.13 I
meistaraprófsritgerð minni „Galdur í munnmælum" geri ég þessari þróun
nokkur skil og endurómur þeirrar umfjöllunar er í Brennuöldinni.'4
Af ummælum Almqvists mætti ætla að þær sögur af Sæmundi sem birtar
eru hjá Jóni Ámasyni séu allt 19du aldar sögur. í síðari útgáfu þjóðsagnanna
em teknar upp nokkrar Sæmundarsögur sem fengnar eru úr Ámasafni, eftir
handritum Áma Magnússonar frá því um 1700 (JÁ 1:469—475). Þær eru með
nokkuð öðmm brag en þær sögur sem Jón lét safna síðar (JÁ 1:475^189).
Hinsvegar má af ýmsum heimildum ráða að trú manna á galdur, til dæmis til-
beratrúin, hefur verið sterk hér á landi allt fram á nítjándu öld og jafnvel leng-
ur, svo í reynd verður ekki séður mikill munur á sautjándu öldinni og þeirri
nítjándu hvað það varðar.15 Ég vil þó ekki gerast jafn djörf og andmælandi
minn að fullyrða að þjóðsögur 19du og jafnvel 20stu aldar „gefi betri mynd af
trú og sögnum á galdraöld en samtímaheimildir 16du og 17du aldar“ þó að til-
gátan sé athyglisverð og rími á vissan hátt við niðurstöður Einars Ól. Sveins-
sonar (1946). Hinsvegar má til sannsvegar færa að
12 Ólína Þorvarðardóttir 1998:264-66; sjá ennfremur Ólína Þorvarðardóttir 2000:225-26.
13 EinarÓl. Sveinsson 1946:111-124; og 1940:179-82.
14 Ólína Þorvarðardóttir 1992 (ópr. námsritgerð á Háskólabókasafni), sjá ennfremur Ólína Þor-
varðardóttir 2000:250-55 og 311-313.
15 Sjá t.a.m. umfjöllun doktorsrigerðarinnar bls. 290-91; sbr. AM 960 15 a 4to; og Wall 1977-
78:170-74.