Gripla - 01.01.2001, Page 233
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
231
Almqvist setur fram þann skilning á hugtakinu memorat að slíkar frásagnir
séu „alls ekki sagnir" og heldur ekki munnmælahefð (tradition). Vandast nú
málið, því hér stangast skilgreiningar á. Því hefur til dæmis verið haldið fram,
meðal annars af G. Granberg 1935, að stærsti flokkur reynslusagna sé í reynd
„tradition-bound material" (Bqdker 1965:196). Almqvist vísar sjálfur í hug-
takafræði Bqdkers þar sem segir ennfremur:
For a m[emorate] to become tradition it is a condition that other people
think it is interesting enough to retell it, by which it is likely to become
subject to stylistic alteration ... A m[emorate] will thus gradually be-
come erinnerungssage ... such alterations may take place without the
working of inventive fantasy on the subject matter. A sober and correct
account may well be called a ságen [sögn] without being fiction in the
strict sense of the word (Bpdker 1965:195 — innskot ÓÞ).
Hér má minna á það hvemig hugtökin erinnerungssage (reynslusaga) og
ságen (sögn) eru skilgreind í sömu hugtakafræði. Um reynslusöguna, sem
Carl Wilhelm von Sydow tók upp sem sérstakt hugtak 1934 segir að þýska
orðið erinnerungssage sé þýðing hans á minneságen sem síðar (1948) var þýtt
á ensku sem memoral sagn (Bpdker 1965, 86). Hugtakið ságen eða ‘sögn’ er
einnig rakið til Sydows og skilgreint
... as a distinct from folksaga in that it is a narrative which is taken in
eamest as useful and interesting knowledge ... it is often about actual
persons mentioned by name, which is not the case with thefolksaga
(Bódker 1965:253).
Sögn gerir með öðrum orðum kröfu til þess að vera trúverðug frásögn raun-
verulegra atburða sem studdir eru með því að tilgreina staði og nöfn þeirra er
við sögu koma auk annarra sannana. Saga hefur hinsvegar það meiginmark-
mið að skemmta áheyrendum án þess að spurt sé um sannleiksgildi hennar,
eins og von Sydow bendir á:
Medan ságnen vill beratta nágot faktiskt och ofta styrker detta med att
utpeka den plats, dár hándelsen har ágt mm, med att námna den person
saken gállde, eller genom at anföra andra sanningskriterier, vill sagan
i första rummet roa sina áhörare med sitt lustiga eller underbara inne-
háll utan att frága efter, om det ár sant eller ej. Den námner dárför i