Gripla - 01.01.2001, Page 235
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
233
Seiður og níð
Andmælandi vekur máls á því að í efnisskrá 6. bindis af Þjóðsögum Jóns
Ámasonar séu talin að minnsta kosti 20 dæmi um seið, en ég taki ekki tillit til
þess í töflu sem birt er í riti mínu yfir galdrabrögð í þjóðsögum, fombók-
menntum og dómum (ÓÞ 2000:241). Hér gætir nokkurs misskilnings. Seiður-
inn, eins og honum er lýst í fombókmenntum, til dæmis í Eiríks sögu rauða (4.
k.), Vatnsdælasögu (10. k.) og víðar,19 kemur ekki fyrir í íslenskum þjóðsög-
um, þó að orðið sjálft komi fram í efnisorðum aftanmáls. I tilvitnaðri efnisskrá
Jóns Ámasonar em dæmin allt annarskonar: Tröll seiðir til sín prest úr stólnum
(JÁ1:146); kerlingar seiða lax hvor frá annarri (JÁ 1:461); galdramenn kynda
undir potti (JÁ 1:579); galdramaður seiðir fiskinn upp úr Apavatni (JÁ 11:84).
Auk þessa eru tilgreind ýmis dæmi, undir liðnum seiður, sem öll eru seið-
athöfninni alveg óviðkomandi (JÁ VI:298).
Um níðið er víða fjallað í doktorsritgerð minni (ÓÞ 2000:89, 190, 240,
241,258), einkum þó í samnefndum kafla (ÓÞ 2000:232-33). í kaflanum um
Þormóð í Gvendareyjum er minnst á samband níðkveðskapar og ákvæða-
skáldskapar og vísað til rits Almqvists.20 Eg get þó tekið undir það, eftir á að
hyggja, að hér hefði mátt leggja þyngri áherslu á níðskáldin sem fyrirrennara
kraftaskálda.
Varðandi það vafamál hvort níðstöng hafi verið sett upp í galdramáli 1698
þegar Þorgils Einarsson setti upp lönguhöfuð „án vonds ásetnings“ að eigin
sögn (Alþb. IX:54) þá veltur orðnotkunin á þeim skilningi sein leggja má í
hugtakið níðstöng. Veðurgapi er þekkt galdrabragð sem framið er til þess að
magna upp stórviðri — þá var fiskhaus tekinn, settur á stöng og sært með orð-
um og/eða gjörðum. Þetta er samskonar verknaður og þegar níðstangir voru
reistar gegn andstæðingum líkt og uin getur í Egils sögu (57. k.) og Vatnsdælu
(34. k.). Veðurgapi er með öðrum orðum níðstöng — form galdursins og fram-
kvæmd hans eru sama eðlis, svo hér er bita munur en ekki fjár. Því má bæta
við til gamans, að ekki eru nema ríflega tveir áratugir síðan maður sagði frá
því í vitna viðurvist, að mér viðstaddri, að hann hefði reist níðstöng með gap-
andi þorskhöfði og snúið að tilteknum bæ vestur á fjörðum í hefndarskyni fyr-
ir meintar misgjörðir. Galdurinn mun hafa tekist.21 Athöfnin er vel þekkt með-
19 Gísla saga Súrssonar (18. k.); Haralds saga hárfagra (34. k.); Gunnars saga Keldugnúpsfífls
(11. k.); Laxdæla (35. k.); Örvar Odds saga (2. k.); Ynglingasaga (7., 13., og 14. k. og víðar).
20 Almqvist 1965 1:210; sbr. Ólína Þorvarðardóttir 2000:258.
21 Trúnaðarheimild í fórum höfundar.