Gripla - 01.01.2001, Side 244
242
GRIPLA
álfunni, húsakynni köld og rök, bókasöfn varla til, því biskupsstólar voru fá-
tækir, konungsvaldið fjarlægt en klaustrin leyst upp á 16. öld, svo ekki sé
minnst á þá almennu og miklu fátækt sem hér var landlæg um langt skeið. Þó
það sé kraftaverki líkast að það skyldi takast að bjarga svo miklu frá glötun,
verður því ekki neitað að margt tapaðist alveg, en annað er illa varðveitt, ýmist
í misjafnlega illa fömum brotum eða ungum eftirritum sem geyma ófullkominn
texta. Fræðimönnum sem vilja auka skilning sinn og annarra á íslenskum mið-
aldabókmenntum er því nauðsynlegt að þekkja vel til handritanna, varðveislu
þeirra og innbyrðis afstöðu, og miða ályktanir sínar og tilgátur við vitnisburð
þeirra. Þetta hafa þeir sem fengist hafa við íslensk fræði í gegnum árin haft
hugfast og lagt áherslu á að greiða úr flækjum í varðveislu fomra texta og búa
þá í hendur annarra fræðimanna á eins traustan hátt og við verður komið. Til að
leysa slík verk af hendi þarf þrek, þolinmæði, nákvæmni og ótrúlegt æðruleysi
andspænis umfangi og vanda verkefnis sem sjaldnast er hægt að vinna til hlítar,
því handritin em oft illa varðveitt. Þrátt fyrir þetta hefur fræðimönnum tekist að
fylla í margvíslegar eyður og leysa marga þraut, með því að vinna skipulega og
af hugkvæmni að samanburði handrita og fræðilegri útgáfu þeirra.
Bjami var glæsilegur fulltrúi þessarar fræðahefðar og eyddi stórum hluta
af ævistarfi sínu í rannsóknir á handritum og útgáfu þeirra. Fyrsta verk hans á
því sviði var útgáfa á Munnmælasögum 17. aldar sem Ami Magnússon lét
skrá, löngu fyrir daga skipulegrar þjóðsagnasöfnunar, og varðveittar voru í
pappírshandritum á Amasafni. Verk þetta kom út 1955 með ítarlegum formála
eftir Bjama sem hefur reynst mörgum drjúg uppspretta fróðleiks og hugmynda
um íslenska menningu á 17. öld.
Næst tók hann til við að gefa út Hallfreðar sögu vandræðaskálds, en það
er vandasamt verk vegna þess að sagan er aðeins varðveitt í einu handriti sem
sjálfstæður texti en aðrir textar sögunnar, ekki síður markverðir, hafa varðveist
sem þættir í konungasögum. Útgáfa Bjama á Hallfreðar sögu kom fyrst út í
Kaupmannahöfn 1953 en hann gaf hana aftur út með ítarlegum inngangi í
Reykjavík 1977.
Þótt Bjami einbeitti sér að nákvæmnisvinnu textafræðanna, var hann engu
að síður með hugann við stærri spurningar íslenskra fræða og var þetta sam-
spil textafræði og bókmenntasögu oft býsna gjöfult. Arið 1961 kom út eftir
hann bók sem telja má til tímamótaverka í fræðigrein okkar: Skáldasögur. Um
uppruna og eðli ástaskáldsagnanna fornu. I verki þessu má glöggt greina hug-
kvæmni Bjama og hæfileika til að setja viðfangsefni sín í víðtækara samhengi
bókmenntasögunnar. Hugkvæmnin fólst meðal annars í því að taka til athug-
unar fjórar sögur sem allar hafa skáld sem aðalpersónu og ástarraunir þeirra