Gripla - 01.01.2001, Page 246
244
GRIPLA
sem höfuðviðfangsefni: Hallfreðar sögu, Kormáks sögu, Gunnlaugs sögu og
Bjamar sögu Hítdælakappa. Taldist þematísk nálgun af þessu tagi til nýjunga
í íslenskum fræðum þegar þetta var. Hið bókmenntasögulega samhengi fann
Bjami í Frakklandi þar sem þróast hafði við hirðir höfðingja úr leikmannastétt
sérstæð menningartíska sem birtist í kveðskap, frásögnum og hegðun manna
og fólst í upphafningu forboðinnar ástar, einkum ungra riddara til giftra
kvenna. Þessi tíska sem oft er kennd við trúbadúrana í Suður-Frakklandi
breiddist út um alla Evrópu á 12. öld og gætir áhrifa hennar þegar í norrænum
kveðskap um miðbik þeirrar aldar, eins og Bjami bendir á. I Skáldasögum set-
ur Bjami fram þá tilgátu að sögumar fjórar séu samdar undir áhrifum frá þess-
ari tísku af skapandi höfundum sem voru að setja saman skáldsögur en ekki að
rekja ævisögur skálda sem höfðu raunverulega ort vísumar sem fylgja sögun-
um. Tilgátan var djörf því þama vék Bjami frá þeirri viðteknu skoðun að
kveðskapurinn í Islendingasögunum, að minnsta kosti í þessum fjómm sög-
um, væri almennt eldri en þær og að mestu leyti ortur tveimur til þremur öld-
um áður en sögumar voru settar saman.
Kenningar Bjama voru ekki bara djarfar. Þær voru líka byggðar á víðtækri
þekkingu á miðaldabókmenntunum, í bundnu máli sem lausu, og studdar
margvíslegum rökum: málsögulegum, menningarsögulegum og bókmennta-
sögulegum. Það var því engin furða þótt fræðasamfélagið tæki sér langan um-
hugsunarfrest áður en það brást við þeim. Markverðasta atlagan að þeim kom
frá Bandaríkjamanninum Theodore M. Andersson í langri grein: „Skalds and
Troubadours“. Hér gefst ekki tóm til að endursegja rök Anderssons. Bjami
svaraði þeim og em skoðanaskipti þeirra til fyrirmyndar um kurteisa og fræði-
lega umræðu um spumingu sem ég held að sé enn að verulegu leyti opin:
hversu mikið á að skoða tilurð íslendingasagna í ljósi erlendra samtímabók-
mennta? Það er mín skoðun að Bjarni hafi vísað veginn fremur en Andersson
á þessum tíma, og þá skal ekki gert lítið úr framlagi Bandaríkjamannsins. Það
er einkum tvennt sem kemur hér til athugunar. I fyrsta lagi er nauðsynlegt að
skoða Islendingasögumar í ljósi þess að þær voru samdar af eða fyrir íslenska
höfðingja úr röðum leikmanna sem voru þátttakendur í þeirri höfðingjamenn-
ingu sem var öllum þjóðum Vestur-Evrópu að miklu leyti sameiginleg á þessu
skeiði mannkynssögunnar. I öðru lagi ber að líta á kveðskap þann sem Islend-
ingasögumar geyma sem órofa hluta þeirra. Þess vegna á að veita samspili
bundins máls og lausamáls sérstaka athygli, en í kjölfarið á samræðu Bjama
við Andersson, skrifaði hann athyglisverða grein um hlutverk vísna í Islend-
ingasögum sem hefur birst bæði á ensku og íslensku. Þessi grein er enn í fullu
gildi og oft er til hennar vitnað.