Gripla - 01.01.2001, Page 247
BJARNI EINARSSON
245
Kenningar Bjama um skáldasögumar hafa haft víðtæk áhrif þótt ekki séu
þeim allir sammála. Eigi að síður em þær viðmiðun sem ekki verður horft fram-
hjá. Til marks um þetta má geta að ég átti þess kost að taka þátt í málþingi sem
haldið var við Stanford háskóla á vesturströnd Bandaríkjanna í maí 1995 og var
það helgað skáldasögum. Þar töluðu lfæðimenn ffá þremur heimsálfum um þenn-
an merka hóp íslendingasagna, enginn án þess að taka mið af hugmyndum Bjama
eða taka afstöðu til þeirra. Affaksturinn af þessu þingi kom út á prenti á þessu ári
og er vitnisburður um hvílík uppspretta það rannsóknasvið var sem Bjami
afmarkaði fyrir nærri hálfri öld þegar hann tók til við að skrifa Skáldasögur?
Frá 1965 til 1972 átti Bjami og fjölskylda hans heima í Ósló þar sem
Bjami var sendikennari í íslensku. Þar lauk hann við að semja annað tíma-
mótaverk, doktorsritið Litterære forudsætninger for Egils saga, sem hann
varði við Oslóar háskóla 1971 og kom út hjá Stofnun Áma Magnússonar á ís-
landi 1975. í þessu merka riti sýnir Bjami, svo ekki verður um það efast, að
höfundur Egils sögu sótti efnivið sinn fyrst og fremst til annarra rita en lítið til
munnlegra heimilda. Hann leggur til margt nýtt sem eykur skilning okkar á
byggingu þess snilldarverks, auk þess sem hann bætir fleiri rökum við þau
sem þegar höfðu verið færð fyrir því að Snorri Sturluson hefði samið söguna.
Nú þurfti ekki að bíða í fleiri ár eftir viðbrögðum. Þau komu strax og vom án
undantekninga jákvæð, enda ekki hægt að efast um tök höfundar á efninu og
röksemdafærslan svo traust að henni varð ekki haggað.
Fyrir nokkrum ámm, í nóvember 1992, efndi Félag íslenskra fræða til sér-
staks Egludags í Norræna húsinu, þar sem Bjami talaði ásamt fjómm ungum
fræðimönnum sem allir höfðu nýlega fengist við Egils sögu, Baldri Hafstað,
Bergljótu Kristjánsdóttur, Svanhildi Óskarsdóttur og mér. Það var greinilegt af
því sem við höfðum fram að færa að við áttum öll Bjama mikið að þakka.
Sjálfur get ég vitnað um það, því í þeim kafla doktorsrits míns sem fjallar um
Eglu, vitna ég til Bjama næstum á hverri síðu og stundum oftar en einu sinni.
Baldur hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði að Bjami væri maður hins
nýja tíma í Eglurannsóknum, enda sannaði hann það enn einu sinni í því erindi
sem hann flutti þennan dag, þar sem hann sagði okkur frá ýmsu merkilegu
sem hann hafði orðið áskynja um söguna við vinnu að þeirri fræðilegu útgáfu
að Möðruvallarbókartexta Eglu sem hann lauk við skömmu áður en hann lést
og nú bíður prentunar hjá Ámastofnun í Kaupmannahöfn. Það leikur enginn
Skaldsagas. Text, Vocation and Desire in the Icelandic Sagas of Poets, ed. Russell Poole,
Walter de Gruyter, Erganzungsbande zum Reallexikon der Germanischen Altertumskunde 27,
Berlin 2001. Sjá má af nafnaskránni að vitnað er til Bjami fjörutíu sinnum í þessu riti og alloft
er um kenningar hans rætt í löngu máli.
2