Gripla - 01.01.2001, Síða 248
246
GRIPLA
vafi á því að það eljuverk mun gefa okkur fyllri og gleggri mynd af sögunni
eins og hún var í frumriti og auka skilning okkar á henni til muna.
Mér hefur ekki tekist nema að tæpa á örlitlu broti af því sem liggur eftir
Bjama Einarsson, enda var hann sívinnandi. Mig langar þó til að minnast á
eina ritgerð sem mér þykir sérlega vænt um. Ritgerðin heitir „Skáldið í
Reykjaholti“ og er tilraun til að kveða niður þá lífseigu hugmynd að Snorri
Sturluson hafi verið skáld ifemur af vilja en innblásnum hæfileikum, og því sé
óhugsandi að hann hafi ort í orðastað Egils.3 Fyrir utan meginefni ritgerðarinn-
ar, er það tvennt sem mér er hugleikið við hana. í fyrsta lagi em það lokaorðin,
þar sem Bjami bendir á hversu hugstæður Egluhöfundi hefur verið sonamissir
og setur það í samband við reynslu Snorra sjálfs af því að hafa misst son sinn
Jón murt. Hann slær því fram að sagan kunni að vera Sonartorrek Snorra
Sturlusonar, að hann hafi samið söguna til að takast á við harminn, rétt eins og
Egill sögunnar yrkir Sonatorrek og kemst yfir sorgina af drukknun Böðvars
sonar síns. Þetta er djörf tilgáta sem erfitt er að sanna en að baki býr djúp
þekking á sögunni og það innsæi sem gerði Bjama kleift að skynja manninn á
bak við textann. í öðru lagi em það inngangsorðin, þar sem Bjami fjallar um
lítt kunna vísu eftir Snorra sem hann yrkir til skáldbróður síns, Eyjólfs Brúna-
sonar, en um hann segir að hann hafi verið „skáld einkar gott ok búþegn góðr,
en eigi féríkr“. I vísulok setur Snorri fram þá ósk að Eyjólfur „lifi sælstr und
sólu / sannauðigra manna“.
Við skulum staldra við orðið „sannauðugur" en Bjami vekur athygli á því
að þetta er eina dæmið um notkun þess í norrænum heimildum, og að það sé
merkilegt að féríkasti maður Islands um sína daga, Snorri Sturluson, skuli nota
þetta orð urn mann sem var fátækur af öðru en mannkostum og skáldskap.
Þetta eina orð segir meira en mörg önnur um viðhorf Snorra og gildismat og
sýnir Bjami hér enn hugkvæmni sína og fundvísi á lítil atriði sem flestum
yfirsést en varpa óvæntu ljósi á viðfangsefni okkar.
Bjami var sjálfur sannauðugur. í einkalífi sínu var hann hamingjumaður.
Hann gekk ungur að eiga Sigrúnu Hermannsdóttur af þeirri ætt sem kennd er við
Hánefsstaði við Seyðisfjörð og áttu þau fimm böm. Bjami var ríkur af mann-
kostum, jafn vandaður maður og hann var vandvirkur fræðimaður. Við þekkingu
hans, skilning, og ást á viðfangsefni sínu bættist að hann var víðsýnn og agaður
heimsmaður, sannur menntamaður sem trúði á mátt skynseminnar, lét sér ekkert
mannlegt óviðkomandi og fylgdist af áhuga með gangi heimsins til síðasta dags.
3 „Skáldið í Reykjaholti", Eyvindarbók. Festskrift til Eyvind Fjeld Halvorsen, Oslo 1992, bls.
34-40.