Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 249
BJARNI EINARSSON
247
Það var ekki undarlegt að andans menn sæktust eftir félagsskap Bjama. Á
yngri ámm í Kaupmannahöfn var hann heimagangur hjá Sigurði Nordal þar
sem hann snæddi hádegisverð en fór svo í gönguferðir með Sigurði um nær-
liggjandi skóga og hafa þeir án efa rætt margt um fræði vor. Halldór Laxness
var tíður gestur á heimili Bjama og Sigrúnar í Kaupmannahöfn og áttu þeir
Bjami langa vináttu og góða. Bjami las sum verka Halldórs yfir í handriti og
einnig ferðuðust þeir saman, bæði erlendis en einkum hérlendis því Bjami var
einkar fróður um tengsl lands og sögu og kunni að gæða landslagið lífi með
fróðleik sínum. Eins og kunnugt er, hugsaði Halldór margt og skrifaði um
fombókmenntir vorar, og þykist ég sjá að þeir Bjami hafi deilt svipaðri sýn á
eðli þeirra og uppruna.
Fyrir þá sem lítt þekkja til, kann líf fræðimannsins að virðast einmanalegt
og heldur dapurlegt að sitja boginn yfir bókum, klukkustundum saman flesta
daga ævinnar. Þetta er síður en svo rétt. Fræðimaðurinn er ekki einn nema í
sýnd. í reynd á hann í órofinni samræðu við aðra. Hann er í stöðugu og sterku
sambandi við höfund þess texta sem hann er að fást við, eins og lærifaðir
Bjama, Jón Helgason, lýsir svo vel í hinu góða ljóði sem hann orti til höfundar
Hungurvöku. En hann á einnig í samræðu við aðra fræðimenn, lífs og liðna,
þátttakendur í því sameiginlega verkefni kynslóðanna að auka skilning okkar
á fomum textum, þýðingu þeirra og gildi.
Þegar ég frétti af andláti Bjama, kom mér í hug atvik úr skáldsögu Marcel
Proust / leit að glötuðum tíma. Rithöfundurinn Bergotte er nýlega látinn en til
að heiðra minningu hans eru bækur hans lagðar opnar í glugga bókabúðanna
í Parísarborg. Proust líkir þeim við hvíta engla, vængjaðar sálir höfundarins
sem enn svífa yfir þótt hann sé liðinn. Þannig mun verða um verk Bjama,
greinar hans, útgáfur og bækur. Þau munu gera okkur kleift um ókomna fram-
tíð að hlýða á lágan en ömggan róm hans lýsa upp fyrir okkur undur íslenskra
fombókmennta, og ekki bara okkur sem vomm svo heppin að kynnast Bjama
og njóta nærvem hans og leiðsagnar, heldur líka þeim sem aldrei þekktu hann
og sem ef til vill em enn ófæddir í dag. Við erum því sannauðug af lífi og
verkum Bjama Einarssonar.
Torfi H. Tulinius
Heimspekideild Háskóla Islands
Nýja Garði við Sæmundargötu
101 Reykjavík
tht@hi.is